Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 32
Laugardagstilboð – á völdum vörum til ræstinga og þrifa Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Verslun RV er opin virka daga kl. 8 – 18 og laugardaga kl. 10 – 16 K enneth Máni var ekki bú-inn að segja sitt síðasta, og hans rödd þarf að heyrast. Fólk vill fá að heyra aðeins meira í honum,“ segir Björn Thors. Er þetta uppistand? „Þetta er ekki uppistand því þetta er leikin persóna, en þetta er heldur ekki leiksýning. Ég hef leikið mér að því að skilgreina þetta sem frásagnarleikhús, þrátt fyrir að ég sé ekki mikið fyrir það að skilgreina. Persóna sem sýnir listir sínar og í hverju hann er flinkur.“ Í hverju er Kenneth flinkur? „Hann er einmitt bara flinkur í því að vera Kenneth Máni. Hann er svo einstakur og stórkostlegur og fólk hefur gaman að því að hlusta á hann.“ Kenneth Máni var ekki í burðarhlutverki í Fangavaktinni en hafði þó þau áhrif að áhorfend- ur biðu spenntir eftir innkomu hans. Var erfitt að skrifa handrit í kringum þennan karakter sem hafði ekki svo langa forsögu? „Öll handritaskrif ganga út á það að finna tóninn og það tók svolítinn tíma að átta okkur á því hver hans tónn væri, eða gæti orðið. Það er kúnstugt, en ég held að við höfum fundið hann,“ segir Björn sem samdi handritið með þeim Jóhanni Ævari Grímssyni og Sögu Garðarsdóttur. Ertu lengi að koma þér í þennan karakter? „Svona hálfa sekúndu,“ segir Björn með rödd Kenneths. „Ég tek bara úr handbremsu.“ Er einhver Kenneth í þér? „Það hlýtur að vera, hann fædd- ist að minnsta kosti mjög hratt. Hann poppaði bara upp. Við erum rosalega ólíkir, en þetta var auðveld fæðing. Kannski er það vegna þess að hann er allt það sem maður er að fela. Við erum öll að hugsa um að segja réttu hlutina en Kenneth er lítið í því, hann er með sitt á hreinu en hann er ekki mikið að ritskoða sig.“ En þú átt ekki til að detta í þennan karakter? Kenneth er allt það sem við sjálf reynum að fela Í lok septem- ber verður frumsýndur einleikurinn Kenneth Máni. Þar er persónan sem sló svo eftirminnilega í gegn í sjón- varpsþáttunum Fangavaktin sem sýndir voru á Stöð 2. Leikarinn Björn Thors segir hugmyndina að einleiknum hafa orðið vegna mikillar eftir- spurnar eftir þessum karakter í þjóðfélaginu. „Nei ég er lítið í því,“ segir Björn. „Hins vegar þegar maður er í svona mikilli viðveru í leik- húsinu að vinna með þessa pers- ónu þá þarf ég að sitja á mér að byrja ekki að tala eins og hann, því hann er svo sterkur karakter.“ Björn Thors hefur á undanförn- um árum leikið í mörgum ólíkum verkum og mörg ólík hlutverk. Hvort sem það er í Hamskipt- unum eftir Kafka, Makbeth eftir Shakespeare eða hlutverk Huga í kvikmyndinni París norðursins sem nú er í kvikmyndahúsum. Leikarar eru kamelljón Er ekkert erfitt að flakka á milli þessara hlutverka? „Nei, það er erfiðast að flakka á milli miðla. Frá leikhúsi yfir í sjónvarp eða bíó og öfugt,“ segir Björn. „Það eru svo ólíkar kröfur á vinnu leikarans. Mér finnst ekki erfitt að flakka á milli dramatíkur og kómedíu. Leikarar eru ákveðin tegund af kamel- ljónum. Þetta snýst allt um það að geta farið inn í efnið og tileinkað sér. Ef maður er með gott efni, þá ræður það yfirleitt förinni. Fólk miklar það mikið fyrir sér að leikarar eigi í einhverjum vandræðum með persónuflóruna sem er inni í þeim, ég held að það sé rugl. Ég þekki engan leikara sem á við þetta að stríða. Það eru engar persónur að rífast í koll- inum á mér.“ Hvað tekur við eftir að Kenneth Máni hefur frumsýnt sinn leik- þátt? „Ég ætla að einblína á hann í svolítinn tíma, en svo fer ég í sjón- varpsþættina Ófærð sem Baltasar Kormákur er að framleiða sem er mjög spennandi.“ Kanntu betur við annan hvorn miðilinn? „Nei, báðir betri. Ólíkir en báðir góðir,“ segir Björn sem eftir áramót leikur í nýju leikriti Birgis Sigurðssonar í Borgarleikhúsinu sem nefnist Er ekki nóg að elska, ásamt því að leika í nýrri íslenskri kvikmynd eftir Börk Sigþórsson á næsta ári, sem er fyrsta mynd leikstjórans. Menningin þjappar fólki saman Björn dvaldi í tvo mánuði í Tor- onto á liðnum vetri við uppfærslu Vesturports á Hamskiptunum. Er meira af slíkri útrás framundan? „Það verður bara að koma í 32 viðtal Helgin 19.-21. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.