Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Síða 5
Roði á fölskum morgunhimni
A framhlið þessa heftís líða bleikir skýjahnoðrar yfir ljósbláan himin á
ómerktri pastelmynd. Myndin er verk falsara, en reynt var að koma
henni í verð sem verki eftir Kjarval og til sannindamerkis um að Kjarval
hefði gert hana var eigendasaga annars verks, raunverulegs Kjarvalsverks,
látin fylgja henni. Þetta er kannski dæmigerð saga um fölsun, einföld og
dáhtið gróf þegar upp hefur komist. En hugsum okkur að þessu væri
öfugt farið. Hugsum okkur að myndin væri í raun eftir Kjarval, en mað-
ur nokkur, sem fyndi hana uppi á háaloftí hjá örnmu sinni, héldi því fram
að hún væri eftir sig. Hvers konar saga er það? Hún er líklega jafn hláleg
og hin er dæmigerð því að í síðara tilfellinu rýrir blekkingin verðgildi
hlutarins frekar en að auka það.
Þó að blekkingin heilli sem slík, þá er eitthvað sem gerir málverkaföls-
un sérstaklega heillandi. Forsíðumyndin - um margt klaufaleg mynd -
sem um skeið gerði veikburða kröfu til að vera tekin í tölu verka meist-
arans og var fyrir vikið útskúfað jafhvel úr samfélagi meðalverka, hefur
eitthvert órætt gildi í ljósi þess að hún er fölsun, sem hún annars hefði
alls ekki. I þessu tilfelh kann að vera auðvelt að skera úr um að myndin
sé ekki eftir Kjarval, en slíkt er ekki alltaf einfalt. Stundum berjast fals-
anir árum jafnvel öldum saman fyrir viðurkenningu þar til einfalt próf
útskúfar þeim endanlega — eða staðfestir rétt þeirra til að vera taldar með
verkum meistarans. Eins og hinir svörtu afkomendur Jeffersons Banda-
rrkjaforseta sem vildu fá viðurkenningu sem shkir, eða pólska konan sem
í áratugi sóttist eftir viðurkenningu á því að hún væri dóttir Rússakeisara
og hefði komist lífs af þegar fjölskyldunni var slátrað.
Nú getur fölsun haft margvíslegan tilgang, en tilgangur hennar bein-
ist þó alltaf í einhverjum skilningi að verðgildi hlutar eða persónu. Mál-
verkafölsunin er tilraun til að auka verðgildi málverks: Málverk er einskis
virði, sama hve gott það er, ef það er ekki eftir neinn. Kjarvalsverk er
dýrt, sama hversu misheppnað það er. Falsarinn, að minnsta kosti ef föls-
un hans er vísvituð, hefur einhverja mótaða hugmynd um verðgildi
3