Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 6
INNGANGUR RITSTJÓRA
hennar og þessa hugmynd byggir hann á hinu almennt viðtekna. Póhtísk
fölsun, sem lýtur að því að svipta pólitískan andstæðing trúverðugleika,
nærist á því að tilteknar staðreyndir gjaldfelli persónu. Höfundur sjálfs-
ævisögu sem hagræðir staðreyndum eða endurskrifar ævi sína gerir það í
ljósi nýrra viðmiða, eigin eða annarra, um hvers konar persóna efdr-
sóknarvert sé að vera. Sá sem fer í dulargervi - þykist vera einhver ann-
ar eða eitthvað annað en hann er, gerir það í áHeðnum tilgangi og rejm-
ir með því að stýra væntingum og viðhorfum til sín. Sá sem býr til
rannsóknaniðurstöður yfir viskíglasi á bar frekar en að fá þær í tilrauna-
stofunni reynir þannig að ná tökum á eigin ferh og handstýra honum í
átt að árangri. Lygin skapar veruleika sem lygarinn telur sig geta stýrt
betur eða á hagstæðari hátt fýrir sig heldur en hinum hversdagslega
ófalsaða veruleika. Þetta gildir líka þegar blekkingin er gerð til þess eins
að skopast eða hæðast að öðrum. Veröld háðsins, sem snýr hversdags-
gildum á hvolf, er heimru sem blekkingameistarinn getur haft fullt vald
yfir og látið sigla sinn sjó þegar vald hans dvínar eða blekkingin verður
of flókin.
I þessu hefd er fjallað um blekkingar, dulargervi, fals og svik, einkum
á sviði bókmennta og hsta. Greinarnar sýna að þó að tilgangur fölsunar
kunni að vera einfaldur á yfirborðinu eru blekkingar og falsanir sjaldnast
einfalt mál heldur tengjast flóknum viðfangsefnum allt frá heimspekileg-
um spurningum um samsemd til siðferðilegra álitamála og þar getur
þurft að taka til greina persónulegar jafht sem þjóðfélagslegar forsendur.
Hvenær hættir verk að vera það sjálft? Hvenær hættir höfundur að vera
hann sjálfur í verki sínu? Hvar sleppir rétti höfundar til verks síns?
I grein urn dagbók þá sem Halldór Laxness hélt í klaustrinu Saint
Mauurice de Clervaux í Lúxemborg og kom út 1987 undir heitinu Dagar
hjá múnkum rekur Soffia Auður Birgisdóttir fjölmargar breytingar á texta
dagbókarinnar í útgefinni gerð hennar. Hún sýnir ffam á að þótt Halldór
hafi gert afar Htið úr þessum breytingum þá sé svipmót dagbókarfærsln-
anna iðulega talsvert annað í útgefnu gerðinni heldur en í frumriti dagbók-
arinnar. Sömu sögu má segja af mörgum öðrum verkum Laxness. Breyr-
ingar hans á texta ffá einni útgáfu til annarrar voru oft umtalsverðar, þó að
sjálfur fuhyrti hann að htlu eða engu sem heitið gæti hefði verið breytt.
Enn hefur þessu verið furðu lítill gaumur gefinn í rannsóknum á verkum
Hahdórs en með grein sinni sýnir Soffía Auður að breytingar Halldórs á
eigin texta geta skipt verulegu máh í túlkun á höfundarverki hans.
4