Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 7
ROÐI A FOLSKUM MORGUNHLMNI
Gunnþórunn Guðmundsdóttir fjallar um notkun ljósmynda sem
heimildar og notkun þeirra í skáldverkum og gerir meðal annars að um-
talsefni þá merkilegu þversögn ljósmyndarinnar að hún er hvorttveggja í
senn, hlutlaus miðill og blekkingarmeðal. Ljósmyndin getur greint suma
drætti veruleikans betur en mannsaugað en á sama tíma er hún myndræn
úrvinnsla veruleikans sem hægt er að beita jafnt í skáldskap og til þess að
villa um fyrir áhorfendtrm/lesendum. Gunnþónmn rekur dæmi um mis-
munandi notkun ljósmynda í bókmenntum, fféttafrásögnum og í pólitík
og bendir á að spurningin um hvort ljósmynd sé eða sé ekki fölstm ráði
ekki úrslitum um gildi hennar eða notkun. Heimildagildi falsaðrar ljós-
myndar þarf ekki að vera minna en ófalsaðrar þó að hún sé ef til vill
heimild um annað.
Byron lávarður og nafnlausar útgáfur verka hans, verka eignaðra hon-
um og verka, sem gefin voru út í vafasömum tilgangi sem verk hans en
voru þó aldrei eignuð honum og fleira af því tagi er umfjöllunarefhi
Guðna Elíssonar. I greininni fléttar hann saman útgáfusögu verka Byr-
ons og margvíslegum tilgangi á bak við nafnlausar útgáfur verka hans.
Það er sláandi við þá sögu sem Guðni rekur, hve ímyndarhönnun er snar
þáttur í bókmenntum og auglýsingamennsku þeirra á tímum Byrons.
Ovissan sem nafnleysi og falsanir, meintar og eiginlegar, skapa í bók-
menntaumræðu og -sölumennsku er annars vegar viðfangsefni tilrauna-
starfsemi, hins vegar auglýsingabragð sem oft tekst feikivel. Hjá Byron
eins og hjá Sveppa um árið, getur fölsunin orðið tvöföld - með því að
ljúga svikum upp á sjálfan sig má skapa óvissu sem enginn stýrir á end-
anum nema lygarinn sjálfur og það er merki um hið fullkomna sjálfstæði
þegar það gildir hann einu hvort hinu ranga er trúað um harm — eða hinu
rétta.1
Stóra málverkafölsunarmálið var nokkuð í sviðsljósinu á árinu 2004 en
þá féll dómur í Hæstarétti sem sýknaði meinta málverkafalsara af ákæru
um fjársvik og merkjabrot í tengslum við sölu á fjölda falsaðra verka sem
eignuð voru nokkrum þekktustu málurum þjóðarinnar. Um var að ræða
myndir sem í flestum tilfellum áttu að hafa verið málaðar á fýrri hluta 20.
aldar. í ljós kom hins vegar að fjöldi slíkra mynda sem seldur var á upp-
boðum í Reykjavík var ýmist eftir aðra lítt þekkta listamenn eða nýjar
1 Sjónvarpsmaðurinn Sveppi fékk Edduverðlaun árið 2002 fyrir frammistöðu sína í
þættinum 70 mínútur. Þegar hann tók við verðlaununum lýsti hann því yfir að sigur
hans skýrðist af umfangsmiklu svindli hans og félaga hans í símakosningu.
5