Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 9
ROÐIA FOLSKUM MORGUNHIMNI
Ritið birtir nokkur sýnishom falsverka ásamt verkum sem höfð hafa
verið til hliðsjónar við fölsunina, þegar það á við. Ritstjórum er ekki
kunnugt um að efnt hafi verið til neinnar sýningar á falsverkum þeim
sem komu við sögu í Stóra málverkafölsunarmálinu. Það má því líta á
birtingu Ritsins á þessum verkum sem óeiginlega sýningu á þeim, en það
væri verðugt verkefni listasafha að gera fölsunarmálinu skil með stórri
yfirlitssýningu þar sem almenningi gæfist kostur á að skoða falsverk og
bera þau saman við ófölsuð verk. Olafur Ingi Jónsson forvörður, sem hef-
ur átt mestan hlut að því að fletta ofan af málverkafölsununum og hefur
í mörgum tilfellum sýnt ffam á falsanir einstakra verka, skrifar inngang
að falsverkaröðinni. Þó að þessi verk sýni alls ekki umfang fölstmarmáls-
ins má segja að þau feli í sér upphaf og endi þess, því að ein myndin í
röðinni er fyrsta falsverkið sem þekkt er í málinu og síðasta myndin
(einnig forsíðumynd heftisins) er síðasta falsverkið sem vitað er til að
reynt hafi verið að selja.
Jón Ólafsson fjallar um svik í vísindum og fræðum í grein sem hann
nefhir „Fölsuð fræði“. Hann skiptir sviksemi í ffæðtun í nokkra flokka og
fjallar um þekkt dæmi um hvern flokk fyrir sig. Jón tekur ritstuldarmál
Harmesar Hólmsteins Gissurarsonar til sérstakrar umfjöllunar en bók
Hannesar, Halldór, vakti miklar umræður eftir að hún kom út fyrir jólin
2003. Jón færir rök fyrir því að þótt meginaðfinnslan við bók Hannesar
sé sú að hann steli hugmyndum, niðurstöðum og texta frá öðrum, þá sé
ekki síður mikilvægt að dæma hana með tilliti til úrvinnslunnar úr efn-
inu. Þannig verði að skoða ritstuld frá tveimur sjónarhornum samtímis.
Annars vegar sem spurningu um það að hve miklu leyti höfundur eins
verks eignar sér hluta úr öðru verki á óviðurkvæmilegan hátt, hins vegar
með hvaða hætti úrvinnslunni er hagað. Þó að stuldur sé stuldur sama
hvernig úr honum er unnið, þá er gildi verksins á endanum ekki síður
háð úrvinnslunni.
Hermann Stefánsson fjallar um lygasögur í grein sem að stofni til er
umfjöllun um bók Ingu Dóru Bjömsdóttur Olöf eskimói sem kom út
haustið 2004. Hermann fjallar almennt um upplogin líf í grein sinni og
þær fjölmörgu spurningar sem löngtmin til að skapa blekkmgu umhverf-
is eigið líf, líf einhvers annars eða líf ímyndaðrar persónu sem ígildi
manns sjálfs (eða sem eitthvað allt annað) getur vakið. Dæmin sem Her-
mann rekur í grein sinni sýna vel hve flóknar og margræðar ástæður
blekkingameistarans geta verið og hve djúpt er hægt að lifa sig inn í þá
7