Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 10
INNGANGUR RITSTJÓRA
blekkingn sem maður skapar. Hermann bendir einnig á að spumingin
um sekt, þegar flett hefur verið ofan af blekkingunni, sé iðulega innan-
tóm. Blekkmgin nærist á vonum, væntingum og óskum þess sem trúir og
þegar hún er einu sinni orðin til virðist hún hafa tilhneigingu til að við-
halda sér sjálf.
Ekki eru allar greinar þessa hefds helgaðar fölsunum. Elsa Sigríður
Jónsdóttir og Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir skrifa um veruleika og upplif-
un útlendinga sem setjast að hér á landi en grein þeirra er byggð á rann-
sókn sem þær gerðu á aðstæðum hóps innflytjenda. Niðurstöður þeirra
eru mjög athyglisverðar en þær benda á að margt megi athuga við við-
horf Islendinga gagnvart aðfluttu fólkd sem sest hér að. Til dænús sé sú
auðlegð sem útlendingar flytja með sér í formi menningar, kunnáttu og
sjónarmiða iðulega vanmetin. Grein þeirra Elsu og Onnu Þorbjargar er
merkilegt framlag til rannsókna á högum og umhverfi innflytjenda. SKk-
ar rannsóknir eru stutt á veg komnar hér á landi, sem kannski er ekki að
undra, þar sem útlendingum sem setjast hér að hefur þölgað hratt á und-
anförnum árum.
Ritið birtir að venju þýðingar á lykilgreinum í hugn'sindum en að þessu
sinni eru þær á sviði þýðingaffæði. Með því að skipa þeim niður í hefti
sem fyrst og fremst fjallar um falsanir er ekki verið að taka undir tugg-
una gömlu sem gerir svikara úr þýðendum (traduttore - traditore). A hinn
bóginn er ljóst að umræða um samsemd eða jafhgildi snertír grundvall-
arspurningar í þýðingafræði. Þeir Roman Jakobson og Jacques Derrida
leitast í ritgerðum sínum báðir við að lýsa því hvernig sambandi ffurn-
texta og þýðingar er háttað en beita við það ólíkum aðferðum. Ritgerð-
unum er fylgt úr hlaði með inngangi Gauta Kristmannssonar sem bend-
ir á að vissulega verði bilið oft mjótt á milli þýðingar og fölsunar: ,,[H]ver
einasti þýðandi texta hættir á að verða lygari, að Ijúga um frumtextann
með þýðingu sinni. Frumtextinn er ekki í þeirri hættu, ekki einu sinni
þótt hann sé lygaflaumur, því hann segir ekki satt um annan texta með
sama hætti“ (bls. 169). Veruleiki þýðingarinnar gefur þannig heimspeki-
lega vísbendingu um eðli allrar fölsunar: Hún snýst ekki um muninn á
milli hins sanna og ósanna, hins verulega og hins falsaða. Henni dugar að
til sé eitthvað tvennt og annað segi eða reyni að segja eitthvað um hitt.
Jón Olafsson og Svanhildur Oskarsdóttir
8