Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Side 12
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR
vistinni ítarleg skil í fyrra bindi rannsóknar sinnar á æskuverkum Lax-
ness, Vefarinn mikli,3 og naut hann þeirra forréttinda að hafa óheftan að-
gang að heimildum, sem og að skáldinu sjálfu, við rannsóknir sínar. Þessi
hálfrar aldar gamla úttekt hans er í alla staði vönduð og greinargóð og
verður ætíð grundvöllur frekari rannsókna. Þá má bæta því við að útgef-
andi Halldórs, Olafur Ragnarsson, gerir grein fyrir samvinnu þeirra
Halldórs við útgáfu Daga hjá múnkum og fjallar um samræður þeirra
tveggja um klausturvistina í kaflanum „Meinlætamenn, gregorstemmur
og íslenskt gullfiðrildi“ í bók sinni Halldór Laxness. Líf í skáldskap.4 En
þrátt fyrir þau skrif sem þegar hafa verið nefhd tel ég að hinn kaþólski
þáttur í lífi og verkum Halldórs Laxness sé ffemur lítið rannsakað svið og
líklega íslenskum lesendum hans dálítil ráðgáta, enda þeir flestir lítt skól-
aðir í kaþólskri trú, siðum og þankagangi. Ekki síst er órannsakað hvort
kaþólskan hafi haft einhver merkjanleg áhrif á verk Laxness, önnur en
Vefarann mikla frá Kasmír, og hver þau þá séu. Að því ég best veit hefur
enginn nema Peter Hallberg reynt að greina skáldverk Halldórs út frá
kaþólskri guðffæði. Fyrir fáum árum kom út bók séra Gunnars Kristjáns-
sonar þar sem nokkrar aðalpersónur í verkum Laxness eru greindar út ffá
trúarheimspeki en áherslurnar þar eru lútherskar ffemur en kaþólskar.5
Líklega líta flestir á Vefarann miklafráKasmír sem uppgjör Halldórs Lax-
ness við kaþólskuna enda hefur hann sjálfur komist þannig að orði að
verkið sé „afdráttarlaus kveðja til trúarsvalls manndómsára minna“ og
skefur ekki utan af orðalaginu.6 Mér finnst þetta rannsóknareftii spenn-
andi þó ekki væri nema vegna þeirrar staðreyndar að afstaða Halldórs til
kaþólskunnar einkennist af heitum tilfinningum þar sem hann sveiflast
öfganna á milli í viðhorfum sínum. Til að mynda líða aðeins tvö ár ffá því
að hann birtir varnarræðu sína Kaþólsk viðhoif (gegn árásum Þórbergs
3 Rannsókn Peter Hallbergs kom fyrst út á sænsku: Den store vavaren: En studie i Lax-
ness' ungdomsdiktning. Stockholm: Rabén & Sjögren 1954. Islensk þýðing Björn Th.
Björnsson, Vefarinn mikli. JJm æskuskáldskap Halldórs Kiljans Laxness. Reykjavík:
Helgafell 1957.
4 Ólafur Ragnarsson. Halldór Laxness. Lífískáldskap. Reykjavík: Vaka-Helgafell 2002,
bls. 215-263.
5 Gunnar Kristjánsson. Fjalh'æóufólkið. Persónur í verkum Halldórs Laxness. Reykjavík:
Mál og menning 2002.
6 Sjá bréf Halldórs Laxness til Uptons Sinclair, skrifað 24. apríl 1929, birt í Upton
Sinclair. My Lifetime in Letters. Columbia: University of Missouri Press 1960, bls.
343. Þar skrifar Halldór Laxness um Vefarann: „The book is a definite adieu to the
religious orgies of my early twenties."
IO