Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Síða 17
í HVERJU FELAST BREYTINGARNAR OG HVAÐ FF.T.A ÞÆR?
minnka hlut þeirra í útgefna textanum brenglast að nokkru leyti myndin
af hinum unga dagbókarritara.
2. Viðbœtiir.
A nokkrum stöðum bætir Halldór Laxness orðum inn í útgáfuna sem
ekki er að finna í frumtextanum. Þetta getur verið allt frá einu orði til
heilla semingarliða. Reyndar koma flestar viðbæturnar inn í textann í
staðinn fyrir eitthvað annað sem fellt er burt, en slíkar breytingar eru
ræddar í kaflanum um orðalagsbreytingar. Fyrst er að nefna dæmi um
það þegar einu eða tveimur orðum er skotið inn í textann (orðið sem
bætt er við er feitletrað): ogprinsinn, borðnaut minn (bls. 62); og efég ætla
að skrifa kiíltíverað eða vel stílað (bls. 64); Konúngastéttin, preseptörinn og
protégis hans (bls. 95); virti leingi fyrir mér himinhrópandi mynd afhinum
krossfesta (bls. 113); Eg bað niífyrir honum afhjarta, baðgrátandi hér ágólf-
inu (bls. 116). Nokkur dæmi má finna um að heilum setningarliðum sé
bætt við og eru sum ansi skemmtileg, eins og efdrfarandi millifyrirsögn
sem skotið er inn í eina febrúarfærsluna og vísar til skítugs vasaklúts
Halldórs: Hið ægilega snýtíngaráhald (bls. 82). Reyndar kemur lýsingin
þetta agalega snýtingaráhald fyrir í færslunni sjálfri en Halldór breytir aga-
lega í ægilega og notar í nokknrs konar millifyrirsögn líka. Fleiri dæmi um
viðbætur eru: Blessaði guðsmennina, þessa furðulegu menn, og blessaði guð
sem hefir fundiðþá upp, sérstaklega (bls. 96); í hendur slíkra manndjöfla
(bls. 99); Eg bað líka mjög um andlegan hreinleik (bls. 105); Sömideiðis lín-
urfrá Nikku, ástmey Jóhanns (bls. 110); Das geht aber rasend schnell, sagði
hann síðan áþýsku (bls. 113), Annars bulla ég stöðugt frönsku ogþýsku hvað
innan um annað (bls. 132); Fallegustu viðbótina er að finna í eftirfar-
andi setningu: Elsku mamma, hvað hún skrifar mér auðmjúkt og fallega
þessi stolta kona (bls. 67).
I fæstum tilvikum breyta þessar viðbætur nokkru um merkingu. Þó má
benda á að í nokkrum innskotunum er hinn aldni höfundur að árétta tdl-
finningar sínar,- eins og gagnvart guðsmönnunum og móður sinni. Inn-
skotið andlegan á undan orðinu hreinleik tengist síðan þeirri abnennu til-
hneigingu til að minnka þá áherslu á Kkamlegar þrár dagbókarritara sem
fram kemur í frumtextanum, eins og verður rætt nánar hér á efdr. I einu
tibdki er um verulega breytingu að ræða, en það er setmngin um „guðs-
mennina, þessa furðulegu menn“. Þar raskar orðalagsbreytingin og við-
bótin heildarsamhengi og merkingu setningarinnar eins og hún er í