Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 20
SOFFIA AUÐUR BIRGISDOTTIR
slíkra manndjöfla [djöfla í frumtexta] sem þessara páfa (bls. 99);
Eg skrifaði bréftil Har. Norðdahl í vandræðum mínum. Síð-
an píndi ég sjálfan mig til að skrifa franskan stíl, og það virtist
álika \jafr í frumtexta] eifitt eins og að bera 200 punda sekk upp
bratta brekku (bls. 102); Heilan klukkutíma bað ég guð um
kraft, æddi [ég í útgáfu] um gólfið í berbergi mínu og bað aföllum
mætti sálar minnar [þetta eitur aldrei þrífast í útgáfu]. Að kaff-
inu druknu gat ég síðan með sæmilegri orku byrjað að skrifa aft-
ur vestmanneyakaflann (bls. 103); En ég [Egí útgáfu] hyggaðþar
búi eitthvað undir,; td fjárumleitanir eða dvalarumleitanir fyrir
prinsinn (því eignir exkonúngsins portúgalska em að eingu orðnar
við verðfall krónunnar í Austurríki hvar þær voru despóneraðar
eftir brautrekstur hans frá krúnu sinni) (bls. 103); Eg þó hub
kveflaus. Tek bara duglega í nefið (bls. 104); Bað mikið. Bað
guð að gefa mér vit, gefa [og í útgáfu] máli mínu krafi ogfegurð
svo þeir sem læsu hrifust til að lofa hann og þakka honum.
Guð gefi mér krafta til að vinna mikið [mart í útgáfu] og þaift
fyrir heiminn og til að afreita sjálfrm mér með öllu! (bls. 105);
Hefsíðan um páska altaf annað veifið kvalist af vondri [verstu teg-
und afí frumtexta] tannpínu, en þar eð ég á ekki grænan eyrir
hef ég ekki getað farið til tannlæknis (bls. 131).
í þessum dæmum mætti benda á tilhneigingu til þess að draga úr áhersl-
um í orðalagi og athyglisvert er til dæmis að sjá hversu oft eru felld burtu
orð sem tengjast bænhita: bað ég guð um kraft-, af öllum mætti sálar
minnar, bað mikið, vinna mikið og þarftfyrir heiminn-, afreita sjálfrm
mér með öllu! Þá er dálítið broslegt að sjá að felldar eru burt upplýsing-
ar eins og að Halldór hefur tekið duglega í nefið og verið staurblankur.
Þann 5. mars lýsir Halldór sálarkröm sinni og þunglyndi á áhrifaríkan
hátt en textanum er markvisst breytt fýrir útgáfu (úrfellingar úr ffum-
texta eru feitletraðar og viðbætur innan hornklofa):
Slóði, ræfill, ómögulegur maður.
Hef haft hinar mestu þjáníngar útaf smæð minni og smá-
mennsku [minni] í öllu. Eg er typiskt dæmi [skólabókardæmi] uppá
lítilmenni. Heimskur, snildarlaus, ragur, persónulaus.
Vaknaði ekki fyren eftir [uppúr] 7, fór seint í rúmtð í gærkv. lá
andvaka.
18