Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 27
í HVERJU FELAST BREYTINGARNAR OG HVAÐ FELA ÞÆR?
ekki tendens til slíkra fantasía sem áður eitruðu mig svo oft.
Aðeins koma stundum í hug mér minningar um atburðifrá
þeim ttmum sem ég lifði óskírlífu lífi, en ég bæli þá óðara
niður, og bið guð um að gera mig hreinan og láta mér gleym-
ast það sem óhreint hejur verið ífortíð minni. (bls. 96-97)
Eins og sjá má eru breytingarnar sem gerðar eru á þessum texta allmikl-
ar og raska stundum samhenginu. Aður heíur verið rætt um breytinguna
á setningunni um hina „furðulegu“ guðsmenn. Urfellingin á málsgrein-
inm sem hefst með orðunum Heljarskinns kvenfólkið hvet~nig það glápir!
raskar einnig samhengi textans; með því að taka hana burt verður það
sem á eftir kemur nokkuð undarlegt. Þá stingur í augun hvernig Halldór
hefur mildað sterkt orðalag setningarinnar: Eg vildi að búið væri að skera
alt þetta kvenfólk með því að setja hennar í stað ffemur kurteislega bón:
Ég vildi að tækist að stoppa alt þetta kvenfólk. Sögnin að skera hefur tákn-
ræna tilvísun til geldingar og minnir á draum sem Halldór færir í dag-
bókina tíu dögum fyrr, þann 21. febrúar, og er textinn óbreyttur í útgáf-
unni að öðru leyti en því að á einum stað er skotið inn persónufornafhi
sem vantar í ffumtextann: I nótt dreymdi mig að ég var heima í Laxnesi,
kominn í stofu og þar sat höfuðlaus maður sem mér þótti hafa skorið sig á háls.
Vaknaði, stóð stuggur af draumnum, en fann að ég hafði legið illa. (bls. 73)
Þótt myndin af manninum sem er hvort tveggja höfuðlaus og skorinn á
háls sé dálítið þversagnakennd (nema hann hafi sjálfur skorið af sér haus-
inn) velkist táknræn merking varla fyrir greinanda. Hér má enn merkja
þjáningar ungs manns sem þarf að bæla kynhvatir sínar og reyna að göfga
þær með ástundun trúarinnar og undirgefni við þær reglur sem munks-
efhum eru settar.
Lokaorð
Ég þykist hafa sýnt fram á hvernig hinar margvíslegu breytingar sem
Halldór Laxness gerði á klausturdagbók sinni fyrir útgáfu hennar í Dag-
ar hjá múnkum miða ekki eingöngu að því að lagfæra og snyrta textann,
heldur ekki síður að því að bæla ákveðna þætti í fari og hugsun hins unga
dagbókarritara; þætti sem Halldór Laxness virðist ekki hafa viljað veita
lesendum sínum innsýn í þrátt fyrir að hann væri viljugur til þess „að
14 Halldór Laxness, Dagar hjá múnkum, formáli, ónúmeraðar blaðsíður.
25