Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 31
EINS OG ÞESSIMYND SÝNIR ...
unartækni, sjónarhorns ljósmyndarans, o.s.frv., og falsana? Þau hljóta að
minnsta kostd að liggja á gráu svæði, þótt það sé Hka einföldun að segja
að allar ljósmyndir séu þar með falsaðar. Þessi tvöfeldni vekur lfka spurn-
ingu um hvort ljósmyndir hafi alltaf ótvírætt og óumflýjanlegt heimilda-
gildi. Ef við lítum svo á, geta þær varla nokkurn tíma orðið skáldskapur,
en þó eru tdl dæmi sem afsanna það, eins og leidd verða rök að síðar í
greininni. Þótt ekki sé meiningin að setja samasemmerki milli tilbúnings
og skáldskapar, þá hlýtur meðvitund okkar um tdlbúning ljósmynda að
gera ljósmyndir mögulegar í skáldskap.
Ljósmyndafalsanir finnast víða. Þegar leitarorðin „ljósmyndir“ og
„falsanir“ eru slegin inn í Google leitarvélina á Netdnu birtist sérkenni-
legur heimur. Þar má firrna í einni bendu hópa sem afneita helförinni,
spíritdsta, geimveru- og skrímslaáhugafólk og alls konar pólitdska bar-
áttuhópa; þarna koma saman samsæriskenningar og yfirnáttúrleg íyrir-
bæri (sem kannski eru greinar af sama meiði). Ljósmyndirnar sem birtar
eru á þessum vefsíðum eiga það allar sameiginlegt að hlutverk þeirra er
að sýna fram á að eitthvað hafi gerst eða ekki gerst. Ofgamennirnir sem
afneita helförinni halda því fram að ljósmyndir úr Auschwitz séu falsað-
ar; drauga-, geimveru- og skrímslafólk sýnir myndir af sínum íyrirbær-
um þeim tdl sönnunar og samsæriskenningarnar eru studdar með því að
sýnt er fram á að ljósmynd sé fölsuð - eða hið gagnstæða, að hún sé
ófölsuð - en í báðum tilvikum staðfestdr hún samsærið. Ljósmyndir eru
jafnvel notaðar tdl að sanna að eitthvað sé falsað. Ljósmyndanotkun þess-
ara furðuhópa er mjög áhugaverð; hún sýnir, svo ekki verður um villst,
hvemig ljósmyndin er sí og æ notuð til að staðfesta atburð eða það að at-
burður átti sér ekki stað; þ.e.a.s. hún á ávallt að sanna eitthvað.
Það kemur einnig fljótlega á daginn þegar litdð er tdl sögu þósmynd-
unar að falsanir hafa fylgt miðlinum nokkurn veginn alla tíð. I því sam-
bandi má benda á að það má vera ljóst að við lesum ljósmyndir sem tákn,
tákn sem liggja mjög nálægt því sem þau vísa í, en tákn engu að síður, og
þá getum við litdð tdl frægrar skilgreiningar L mbertos Eco á táknum, að
tákn séu allt það sem hægt er að láta standa fyrir eitthvað annað og að
táknfræði sé „í rauninni sú grein sem íjallar um allt sem má nota tdl að
ljúga. Ef eitthvað er ekki nothæft tdl lyga, þá getur það heldur ekki sagt
sannleikann; það getur þá ekki „sagt“ neitt“.4 Einnig hefur skapast um-
4 Umberto Eco, A Theorry of Semiotics, Bloomington: Indiana University Press, 1976,
bls. 7.
29