Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Blaðsíða 32
GUNNÞORUNN GUÐMUNDSDOTTIR
ræða um hvort ljósmyndir geti yfirhöfuð logið einar og sér - hvort ljós-
mynd þurfi alltaf að fylgja myndatexti (sem segi til um hvað myndin á að
segja okkur) til þess að hún ljúgi.5
Freistandi falsanir
Við getum látið táknfræðingunum eftir að svara spurningunni hvort ljós-
mynd geti logið. Hitt er víst að til eru fjölmargar tegundir af því sem
kallaðar eru falsaðar ljósmyndir og fjölmargar leiðir til að falsa þær.
Tæknin býður upp á ýmsa möguleika; hægt er að taka ofaní myndir,
bletta í þær upp á gamla móðinn eða umbreyta þeim staffænt. Eins er
hægt að falsa ljósmynd einfaldlega með því að setja á hana rangan
myndatexta; myndin er ekki af því sem textinn segir til um.
Til eru mörg fræg dæmi um ljósmyndir sem hefur verið breytt og um
fáar hefur verið fjallað jafn ítarlega og myndirnar frá valdatíma Stalíns
þar sem fólkið hvarf, þ.e.a.s. einstaklingar voru máðir burt af myndum
þegar stjórnvöld vildu ekki minna á tilvist þeirra. I stjórnarfari sem ein-
kennist af því að stjórnarherrar hafa einkarétt á sannleikanum, eru fals-
anir sjálfsagt tæki til að hafa stjórn á upplýsingum og þar með heimild-
um. Fólk sem ekki þótti lengur við hæfi að sæist á mynd með Stalín var
einfaldlega ijarlægt og ljósmyndin endurspeglar jn’í „hreinsanirnar“ sem
raunverulega fóru fram; fólk var þurrkað út, afmáð, og nýr sannleikur
varð tdl. Nikolaj Jezhov var um tíma yfirmaður innanríkismála í Sovét-
ríkjunum og um leið öryggislögreglunnar. Hann var rekinn úr starfi
1938, handtekinn 1939 og tekinn af lffí 1940. Meðan hann var í náðinni
bar hann einnig ábyrgð á vatnasamgöngum sem skýrir kannski þessa ljós-
mynd sem tekin er á gönguferð meðffam Moskvu-Volgu skipaskurðin-
um. Jezhov var síðar fjarlægður af myndinni. Ekki var nóg með að hann
væri drepinn, heldur var reynt með þessu að þurrka hann út úr fortíð
þeirra sem eftir lifðu (myndir la og lb).6 Nú eru þessar falsanir hins veg-
ar orðnar að heimild um þennan tíma, um stjórnskipulagið sem ríkti -
ótvíræðar heimildir um hreinsanirnar.
Það er augljóst að hér er gengið lengra en grunntækni ljósmyndunar
5 Um þessa umræðu sjá t.d. Wínfred Noth, „Can Pictures Lie?“ The Se?niotic Reviero
ofBooks 1994 vol. 6 (2), sjá http://www.chass.utoronto.ca/epc/srb/srb/pictures.html.
6 Sjá David King, The Commissar Vanishes: The Falsification of Pbotographs and Art in
Stalin’s Rnssia, New York: Henry Holt and Company, 1997, bls. 163.
3°