Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 35
EINS OG ÞESSIMYND SÝNIR ...
Myndir 3a og 3b.
raun aukamerkingin sem hér skipti öllu máli.9 Rétt eins og það er auka-
merkingin tengd Jane Fonda (,,Hanoi-Jane“) sem skiptir öllu máli í
myndinni af þeim Kerry.
Sú staðreynd að litið hefur verið á ljósmyndir sem ómengaðan spegil
veruleikans gerir þær nær ómótstæðilegar þegar fjallað er um yfirnátt-
úruleg fyrirbæri. Eitt af frægustu dæmunum um þá notkun eru myndirn-
ar sem stúlkurnar Polly Wright og Frances Griffiths, í Cottingley í Vest-
ur-Yorkshire, tóku af blómálfum í garðinum sínum sumarið 1917
(myndir 3a og 3b). Þessar stórkostlegu myndir vöktu mikla athygli og
hafa heillað æ síðan.
Stúlkurnar líkjast sjálfar blómálfum klæddar hvítum kjólum og með
blómkransa og slaufur í hárinu. Þær eru sakleysið uppmálað og myndirn-
ar því ótvíræð sönnun; trúverðugleiki miðilsins og sakleysi stúlknanna
tryggir að mörgum datt ekki í hug að álfamir væm haganlega uppsettar
klippimyndir. Það sem enn vekur aðdátm er hvað stúlkurnar hafa vandað
sig við verkið; þær hafa klætt sig upp á, álfarnir em ákaflega vel gerðir og
uppstillingar og myndbygging gallalaus. Það sem varð ekki síður til að
auka trúverðugleika og dreifingu myndanna var áhugi Arthurs Conans
Doyle á fyrirbærinu en hann bar hróður þeirra víða. Þeir sem rannsök-
uðu ljósmyndirnar fyrir Doyle til að ganga úr skugga um að þær væm
ekki falsaðar, vom allir tengdir spíritisma á einhvern hátt og einn af
þeim, Harold Snelling, var einnig Ijósmyndari. Hann fór yfir myndirnar
9 Roland Barthes, „Le message photographique“, L’obvie et l’obtnse: Essais critiques III,
París: Éditions du Seuil, 1982, 9-24, bls. 14-15.