Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Side 37
EINS OG ÞESSIMYND SÝNIR ...
að miðlar sátu fyrir og hjá þeim birt-
ust framliðnir, sveipaðir dulúð (allt
að því bókstaflega).
Frægar hér á landi eru myndirnar
af Haraldi Níelssyni sem skrifaði
grein um fyrirbærið í Eimreiðina og
sagði þar: „Sé unnt að nota ljós-
myndavélina við rannsókn fyrir-
brigðanna, og girða fyrir öll svik og
prettd við tilraunina, þá hefur ljós-
myndavélin þann mikla kost fram yf-
ir augu rannsóknarmannanna, að
hún getur ekki orðið fyrir skynvill-
um.“n Sem sagt, ljósmyndunin er
fullkomnari en mannsaugað einmitt
af þvf að hún byggist á tækni og auga
hennar er ekki hægt að blekkja. Við
höfum hér tvenns konar „miðla“ sem
hjálpast að við að miðla upplýsingum úr heimi framliðna. En það voru
ekki allir sjáendur sem höfðu hæfileika til að kalla framhðna fram á
mynd: „Að því er ég veit bezt, munu enn varla hafa fundist yfir tuttugu
menn í veröldinni þessi rúm 7 5 ár, sem liðin eru síðan rannsóknir hinna
sálrænu fyrirbrigða hófust, er gæddir hafa verið þessum furðulega hæfi-
leika.“12 Og Haraldur var einn þeirra, eins konar nútímatæknimiðill.
Þetta er sérstæð hugmynd, þessi sameining óbrigðullar tækni sem þó er
ekki fær tun verkefrúð ein og sér, heldur þarfiiast hæfileika (annars kon-
ar) miðils.
Meðal algengustu „falsana“ á ljósmyndum nú á dögum eru betrum-
bætur á myndum á síðum blaða. Þekkt dæmi um slíkt er mynd sem birt-
ist á forsíðu febrúarheftis National Geographic 1982, þar sem ljósmyndar-
inn hafði ýtt tveimur pýramídum aðeins saman svo þeir færu betur á
forsíðunni (mynd 5). Þess konar tilfæringar og betrumbætur eru núorð-
ið auðvitað algengari á forsíðumyndum af konum, þar sem lærin lengjast
og mjókka og misfellur hverfa. Með stafrænni ljósmyndun hafa breyting-
ar af þessu tagi orðið miklu auðveldari - framkvæmdin er sáraeinföld -
11 Haraldur Níelsson, „Sálrænar ljósmyndir“ Eimreiðm 1926 (2), 147-161, bls. 148.
12 Sama rit, bls. 147.
NATIÖNAL
GEOGRAPHIC
N.ATOLEON
Mynd 5.
35