Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Síða 38
GUNNÞORUNN GUÐMUNDSDOTTIR
Mynd 6.
og þar að auki eru bre\TÍngar af
þessu tagi órekjanlegar, svo oft er
sagt að ljósmjmdun stafi ógn af,
einkmn fréttaljósmyndun.
Forsíða National Geograpiuc vek-
ur upp spumingar um „falsanir“ á
landslagsmyndum, þar skiptir
tæknin verulegu máli og henni er
óspart beitt til að ná tilætluðmn
áhrifum. Tískusveiflur eru líka
áberandi í landslagsljósmyndun,
hér á árum áður var sól og heiðblár
himinn á hverri einustu íslensku
landslagsmynd - eins og enn má sjá á myndum sem veljast á póstkort -
en nú er mjög vinsælt að sýna mikla og dramatíska skýjabakka yfir
myrkum fjöllum. Ef slíkt ræðst af tísku hlýtur sú spurning að vakna hver
tengsl þessara mynda séu \dð veruleikann. Mynd í bók Sigurgeirs Sigur-
jónssonar og Unnar Jökulsdóttur, Islendingar, sem tilnefnd var til Is-
lensku bókmenntaverðlaunanna 2004, kallar á svipaðar vangaveltur. A
myndinni, sem spannar fyrstu opnuna í bókinni og er einnig notuð á
bakhlið kápunnar, má sjá mikið kríuger sem sveimar yfir manni í dumb-
ungslandslagi. Þegar nánar er að gáð má sjá endurtekin munstur í kríu-
gerinu, þ.e.a.s. nokkrar kríur á flugi mynda ákveðið munstur sem maður
sér endurtekið víðar í myndfletinum; augljóst er að það voru ekki alveg
jafn margar kríur á flugi þegar Ijósmyndarinn tók myndina og virðist tdð
fyrstu sýn.13 Er þetta fölsun, eða sjálfsögð framlenging á tækninni sem
stuðst er við í áhrifamikilli landslagsljósmyndun?
En það er einnig til önnur tegund af fölstm. Það má segja að söguföls-
un eigi sér stað þegar myndir „gleymast“, hverfa, þeim er afheitað og at-
burðum þar með afheitað. í septemberhefti tímaritsins Esquire 2003 birt-
13 Sigurgeir Sigurjónsson og Unnur Jökulsdóttir, hlendingar, Reykjavík: Forlagið,
2004. Nokkur umræða skapaðist þegar verkið kom út um þá hugmynd um íslend-
inga sem í því birtist og miðað við viðbrögð sumra mætti segja að það sem truflaði
fólk hafi einmitt verið titillinn (,,yfir“-myndatextinn), þ.e.a.s. bókin er þá fölsun, af
því að hún samræmist ekki hugmjmdum áhorfandans um það hverjir Islendingar