Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Síða 39
EINS OG ÞESSI MYND SÝNIR ...
ist grein eftir Tom Junod sem bar heitið „The Falling Man“. Þar rakti
Junod hvernig mynd eftir ljósmyndarann Richard Drew, sem fór eins og
eldur í sinu um fréttamiðla íyrstu dagana eftir árásina á turnana í New
York 11. september 2001, af manni sem stökk út úr öðrum turninum,
hvarf algjörlega skömmu síðar (mynd 6).
Olíkt mörgum öðrum myndum sem birtust af fólki sem stökk út úr
turnunum er þessi mynd yfirveguð og symmetrísk:
Hann virðist afslappaður þar sem hann þýtur í lofdnu [. . .] Á
öllum öðrum myndum, þá lítur fólkið sem gerði það sem hann
gerði - sem stökk - út fyrir að vera að berjast við skelfilega
ósamræmanleg hlutföll [...] Maðurinn á myndinni, hins vegar,
er algjörlega lóðréttur og passar því við línurnar í byggingun-
um fyrir aftan hann. Hann sker þær: allt vinstra megin við hann
er norðurturninn, allt hægra megin, suðurturninn.14
Myndin af hinum fallandi manni, þrátt fyrir virðulegt útlit og fallega
myndbyggingu, hvarf eins og allar aðrar myndir af þeim sem stukku úr
turnunum. Astæðuna fyrir hvarfinu segir Junod vera þá að þær þóttu ekki
birta nógu hetjulega mynd af þeim sem fórust í árásinni. Er myndir
hverfa og þar með heimildir um atburði hefur það að sjálfsögðu áhrif á
hugmyndir okkar um þá atburði. Heimildafölsun getur einnig falist í vali
á einni mynd frekar en annarri. Ljósmyndarinn tók heila röð af myndum
af manninum sem stökk og í öllum hinum er augljós skelfing fallsins,
hann baðar út öllum öngum, snýst á alla kanta, skyrtan flettist af honum.
Saga myndarinnar, valið á henni, hvarfið - allt hjálpast að við að gera
myndina óhentuga og ósamrýmanlega þeirri ímynd af árásinni sem mót-
aðist smám saman (mynd 6a). Ljósmyndir tengdust árásinni margvíslega,
t.d. varð fljódega efrir atburðinn tíl veggur af ljósmyndum þar sem ætt-
ingjar lýstu efdr upplýsingum um fólk sem var saknað og sumir íklædd-
ust jafhvel myndum af sínum nánustu, svo mikilvægur er miðillinn í hug-
um okkar.
Þetta sýnir hversu margbrotið samband okkar er við ljósmyndir. Þær
eru, eins og dæmið hér að ofan sannar, gríðarlega persónulegar heimild-
14 Tom Junod, „The Falling Man“ Esquire, september 2003 (140: 3); greinin birtist
einnig í The Observer, 7. september 2003 ásamt allri myndaseríu Richard Drew. The
Observer bárust fjölmörg lesendabréf þar sem blaðið var harðlega gagnrýnt íyrir að
birta myndimar.
37