Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 40
GUNNÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
Mynd 6a.
ir fyrir einstaklinginn, þær eru
einnig svo algengar að manni
finnst að slagkraftur þeirra hljóti
að fara þverrandi. En notkun
þeirra í alls konar gríni og gervi-
fréttum sem svo mikið er til af á
Netinu sýnir að enn reiknum við
með að þær geti sagt okkur ein-
hvern sannleika. Onnur mynd sem
dreifðist út um allan vefinn fljót-
lega eftir árásina á tvíburaturnana,
var kölluð „tourist guy“ (mynd 7),
og fullkomnar sjónarspilið. Auð-
vitað var fljótlega bent á að myndin væri fölsuð, flugvélin er af rangri
gerð og hefur engan skugga og enginn útsýnispallur var í turninum sem
vissi í þessa átt.
Af öllum þessum dæmum má sjá að heimildagildi ljósmynda er stöðugt
ógnað, en um leið staðfest daglega. Stafræn ljósmyndun er óviðráðanleg
og ógnar öllum hugmyndum okkar um miðilinn, hún veldur enn frekara
ójafnvægi á stöðu ljósmyndarinnar og væntinga til miðilsins. Ljósmynd-
ir hafa til dæmis verið notaðar sem sönnunargagn fyrir dómstólum um
langan aldur, en nú hafa vaknað spurningar um hvort það sé enn mögu-
legt eftir að staffæn tækni kom til. Lögffæðingurinn Sanford L. Weiss
bendir á að í sakamálum hafi myndir aldrei verið notaðar einar og sér,
þær séu alltaf studdar annars konar sönmmargögnum og vitnisburði og
minnir það aftur á spurninguna um hvort ljósmyndir geti logið einar og
hjálparlaust, hvort ekki þurfi alltaf samhengi til.15
I umfjöllun sinni um myndir og tungumál bendir W. J. T. Mitchell á að:
tungumál og myndir eru ekki lengur það sem gagnrýnendur og
heimspekingar Upplýsingarinnar væntu af þeim - fullkomnir,
15 Sanford L. Weiss, „A History of Photography: With an emphasis on the legality and
accuracy of photographic images and a discussion concerning the relative ease of
the deception of the viewer when using film vs. digital media“ í The Aleil: The
Newsletter ofthe Federal Bar Association’s Corporate and Associatioti Counsel's Division,
vor 2001, sjá http://www.packereng.com/HistoryofPhoto.pdf
38