Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 41
EINS OG ÞESSIMYND SYNIR ...
gagnsæir miðlar sem geta miðlað veruleikanum til skilnings.
Fræðimenn nú á tímum líta á tungumál og myndir sem ráðgát-
ut, vandamál sem þarf að útskýra, íyrirbæri sem læsa skilning-
inn frá heiminum.16
Efasemdir um ljósmyndina eru samt ekki nýjar og tengjast oft hræðslu
við ímyndina eins og Mitchell rekur. Hræðslunni við að ímyndin sé fals-
mynd af veruleikanum sem verði veruleikanum smám saman yfirsterkari.
Susan Sontag bendir til dæmis á að ljósmyndir geri veruleikann óraun-
verulegan, að skuggamynd.17 Falsanir á ljósmyndum réttlæta kannski að
einhverju leyti þessa hræðslu, en gefa Kka tdl kynna hve áhrifamikill og
frjór þessi miðiil er og hvað hann býður upp á fjölbreyttan skilning. Um
leið og við lítum framhjá þeim skilningi á ljósmynd að hún sé einföld og
gagnsæ heimild sem speglar veruleika og horfum á hana sem tdlbúning,
hlýtur hún einnig að geta verið hluti af skáldskap.
Ljósmyndir í skáldskap
Bækur þýska rithöfundarins W. G. Sebald hggja á mörkum heimilda og
skáldskapar, og sú aðferð nær hámarki í þeirri síðustu, Austerlitz (2001).18
I öllum verkum sínum notar Sebald ljósmyndir, myndir sem gefa tdl
16 W. J. T. Mitchell, Iconology, bls. 8.
17 Susan Sontag, On Pbotography, London: Penguin Books, 1979, bls. 180. Hægt er að
rekja þennan óróa gagnvart ímyndum frá hugmyndum Walters Benjamin um árutap
hstarinnar til umræðu Jeans Baudrillard um sýndarveruleika.
18 Högni Oskarsson tjallaði um þetta verk í grein sinni „Freud í hvunndeginum: Bæl-
ing, maður og samfelag" RitiS 2/2003, bls. 9-24.
39