Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Blaðsíða 42
GUNNÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
kynna tvíræða stöðu verkanna sem skáldskapar sem stöðugt togar í heim-
inn utan bókar. Sebald truflar með þessu væntingar, hann kemur í veg
fyrir að leit lesandans að skilum milli heimildar og skáldskapar geti skil-
að endanlegu svari. I umfjöllun sinni um sjálfsævisögur bendir Laura
Marcus á að þegar við höfum áhyggjur af því hvernig við getum sann-
reynt sannleiksgildi verka, þá sé það merki um angist væntinga: við vilj-
um vera viss, því falsaðar sjálfsævisögur myndu á einhvern máta valda
okkur vonbrigðum. Þetta óöryggi felur í sér tilraun til að sannprófa eitt-
hvað sem við vitum að er tilbúningur, ekki í þeim skilningi að það sé
skáldskapur, heldur að það sé „búið tfl“.19 Þessi angist verður mjög áber-
andi þegar litið er til ljósmynda í verkum Sebalds.
Ansterlitz fjallar um mann með sama nafni sem týnt hefur fortíð siimi.
Ham er alim upp hjá hjónum í Wales en kemst síðar að því að hann
kom til Bretlands sem barn með svokölluðu „Kindertransport" frá Prag
í seinni heimsstyrjöldimi. Austerlitz segir sögumanni sögu sína og það
kemur í ljós hvernig hann uppgötvar smám saman fortíð sína. Verkið er
því saga Austerlitz, en fjallar ekki síður um leit hans að fortíðinni, leit
hans að fólki og leit að heimildum um fólk.
Töluvert af ljósmyndum er birt í bókinni, fjölmargar myndir af bygg-
ingum og landslagi og örfáar af fólki. Ljósmyndir skipta líka máli í kynn-
um sögumams og Austerlitz. I fyrsta sinn sem þeir hittast, tekur Auster-
litz myndir af myrkvuðum speglum í biðsal á lestarstöð. Myndirnar af
speglmum eru myndir af hinu ómögulega og þótt Austerlitz veiti sögu-
manni aðgang að ljósmyndasafni sínu síðar, og þar með sé gefið í skyn að
hann afhendi honum líf sitt, þá finnur sögumaður þær aldrei aftur og þær
eru því ekki birtar í bókinni.20 I leit að æsku sinni í Prag kynnist Auster-
litz Veru, velviljaðri nágrannakonu sem tekur að miðla fortíð hans. Hún
man eftir honum og fjölskyldu hans og er uppspretta sagna og eina teng-
ing hans við fortíðina. Þegar hann kemur til hennar finnur hún fyrir al-
gjöra tilviljm bmka af ljósmyndum og þar á meðal mynd af hontm í
bernsku:
Það er eins og eitthvað sé að gerast innra með þeirn, sagði hún,
eins og maður heyri lágvær örvæntingarandvörp, gémisse-
19 Laura Marcus, Autobiogi-aphical Discourses: Theory, Criticism, Practice, Manchester:
Manchester University Press, 1994, bls. 258.
20 W. G. Sebald, Austerlitz, Múnchen: Carl Hanser Verlag 2001, bls. 11.
4°