Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Síða 43
EINS OG ÞESSIMYND SYNIR ...
ments de désespoir, sagði hún,
sagði Austerlitz, eins og mynd-
irnar hefðu sjálfar minni og
minntust okkar, þess hvernig
við, sem lifðum af, og þau sem
eru ekki lengur meðal okkar,
vorum áður. Já, og þetta hér á
hinni myndinni, sagði Vera efrir
nokkra stund, þetta er þú Jacqu-
ot, í febrúarmánuði 1939, um
það bil hálfu ári áður en þú fórst
frá Prag. Þú fékkst að fara með
Agötu á grímuball á heimili eins
af hinum áhrifamiklu aðdáend-
um hennar, og af því tilefni var
mjallhvíti búningurinn sérsnið-
inn á þig.21
Þau eru á leið á grímuball þegar
myndin var tekin, en móðir hans er
ekki með á myndinni. Þessi eina
mynd sem Austerlitz á af sér úr bemsku sinni í Prag er því einkennileg.
Hann er í dulargervi, hann er að falsa hver hann er. Bakgrunnurinn er
óræður, virðist vera engi eða garður sem gæti verið hvar sem er og mynd-
in er því laus við allt sem kynni að hafa einkennt æsku hans - engin merki
em um umhverfi hans, heimili eða þölskyldu (mynd 8).
Austerlitz leitar að móður sinni, hann þráir að finna heimildir um
hana, eitthvað sem getm staðfest örlög hennar. Hann veit að hún endaði
í fangabúðum Þjóðverja í Theresienstadt og að nasistar drápu hana, en
21 tiVian habe den Eindruck, sagte sie, es riihre sich etwas in íhnen, als vemehme man
kleine Verzweiflungsseufzer, gémissements de désespoir, so sagt sie, sagte Auster-
htz, als hatten die Bilder selbst ein Gedáchtnis und erinnerten sich an uns, daran,
wie wir, die Úberlebenden, und diejenigen, die nicht mehr unter uns weilen, vor-
dem gewesen sind. Ja, und das hier, auf der anderen Photographie, sagte Vera nach
einer Weile, das bist du, Jacquot, im Monat Feber 1939, ein halbes Jahr tmgefahr
vor deiner Abreise aus Prag. Du durftest Agáta auf einen Maskenball begleiten im
Haus eines ihrer einflufireichen Verehrer, und eigens zu diesem Anlafi wurde das
schneeweifie Kosriim geschneidert fur dich“ (bls. 262 — þýð. Halldór Guðmunds-
son).
Mynd 8.
41