Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 45
EINS OG ÞESSIMYND SYNIR ...
Mynd 10.
verið satt. Fortíðin er týnd,
óafturkallanleg, hún er ein-
ungis möguleg, hún er ann-
arra.
Kanadíski rithöfundurinn
Michael Ondaatje fjallar í
mörgum verka sinna tun sögu-
legar persónur. I The Collected
Works ofBilly the Kid: Left-handed poems (1970) vinnur hann með ýmiss
konar heimildir; ljósmyndir og ritheimildir eins og skjalasöín og sagn-
fræðirit, ferðasögtu, goðsagnir og fjölskyldusögur. Collage eða klippi-
mynd er kannski það orð sem lýsir bókinni best, hún samanstendur af
ljóðum, stuttum prósatextum, útdráttum úr öðrum bókum um Billy, ljós-
myndum, viðtölum og ævintýri um Billy og prinsessu. Ondaatje segir frá
Kfi Williams Bonney (Billy the Kid) en rétt tímaröð er ekki það skipu-
lagsafl sem knýr frásöguna. Bókin hefst á dauða Billys og þaðan er ferð-
ast vítt og breitt um ævi hans. Hvert ljóð, hvert prósabrot gefur nýja
mynd af ólíkum þáttum persónunnar sem Ondaatje kallar Billy the Kid.
Billy er lýst sem morðingja, útlaga, sem hinum elta, sem elskhuga, sént-
ilmanni og góðum dansara og mörg ljóðanna eru lögð honum í munn.
En það koma einnig fýrir atburðir og persónur sem ekki finnast í öðrum
heimildum, svo sem ástkona Billys, Angela Dickinson, - hér er fyrsta
hlekkingin - hvergi annars staðar er minnst á hana, en hún var að sjálf-
sögðu feikivinsæl leikkona á þeim tíma þegar Ondaatje er að skrifa um
Billy.
Tímaröð felur ávallt í sér ákveðið orsakasamhengi, en þar sem henni
er ekki fylgt hér verður orsakasamhengið óljósara. Ekki er staldrað við
hvers vegna þessir atburðir gerðust, það eru eyður í frásögninni og eng-
in auðsjáanleg hreyfing að ákveðnum endalokum. Endalokin hafa þegar
orðið, bæði með dauða Billys sem verkið hefst á, og með goðsögninni um
Billy, en með henni er í raun búið að loka og afmarka sögu hans í ákveðna
ímynd, sem Ondaatje reynir að brjóta upp. Hann rannsakar mýtuna um
Billy án þess að skapa nýja afmarkaða goðsögn. Sú bókmenntategund
sem gerði Billy að goðsögn, vestrinn, á sér varla stað í þessu verki.
43