Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Síða 46
GUNNÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
Lýsingar á ofbeldi eru allar mjög nákvæmar og myndrænar og eiga fátt
sameiginlegt með vestranum, þar sem ofbeldi er fyrst og fremst karl-
mannlegur leikur, en minna frekar á m\ndrænt og nærgöngult ofbeldi
spagettívestrans. Þessi bók inniheldur þ\-í blóði drifinn lýrískan texta,
sem á kveikju sína í goðsögninni Billy the Kid.
Susan Sontag segir: „Við getum ekki bæit þá tilfinningu að ljósmynda-
ferilhnn feli í sér galdur. Engirrn lítur á málverk í nokkrmn skilningi sem
hluta af einstaklingum, það eimmgis túlkar og kynnir. En ljósm\md er
ekki einungis lík viðfangsefni sínu. Hún er hluti af, framhald af viðfangs-
efhinu og öflug leið til að eignast það, stjóma því.“23 Það er með því hug-
arfari sem við skoðum Ijósmyndir í ævisögum: Svona leit hann/hún út á
ýmsum tímum, sem bam, þarna er útskriftarmyndin, þama er veruleik-
inn kominn.
En í Ritsafhi Billys er engin mynd af Billy. I stað þess er á fyrstu síðu
tómur rammi og undir honum það sem virðist vera útdráttur úr bréfi sem
hefst á orðunum: „Eg sendi ykkur mynd af Billy. . .“,24 bréfritari lýsir síð-
an tilraunum sínum við að taka myndir af hestum á hreyfingu og maður
fær á tilfinninguna að Billy hafi verið á of mikilli ferð og hreinlega
skroppið út úr rammanum. Strax er hefðbundinni notkun á ljósmyndmn
gefið langt nef og jafhframt er þetta eina „ljósm\mdin“ (ef svo má segja)
í textanum sem hefur myndatexta. Það kemur síðan í ljós í tilvitnun í lok
bókarinnar að þama er vitnað í bréf L. A. Huffrnans sem var ötull \áð að
mynda landnemana og er jafhframt sagður eiga myndir í bókinni. Til er
ein ákaflega fræg ljósmynd af Billy, en af einhverjum ástæðum birtir
Ondaatje hana ekki, kannski vegna þess að hann reynir að brjóta upp og
opna goðsögnina um örvhentu skyttuna Billy the Kid og gerir hann að
örvhenm ljóðskáldi í staðinn. Með því að birta ekki þessa þekktu mynd
er Ondaatje í raun að kynna til sögunnar sinn eigin Billy, ef svo má að
orði komast, og getur því ekki stuðst við þessa ímynd, því íkonografísk-
ar ljósmyndir af fólki verða gjarnan að klisjum - þar nægir að nefha hina
frægu mynd af Che Guevara sem dæmi.
En Ondaatje notar ekki bara tóma ramma. I bókinni er það andrúms-
loft sem skapað er í textanum undirstrikað með myndum úr umhverfinu,
gresjunni í baksýn, mönnum með sérkennilega hatta, þannig að um leið
23 Susan Sontag, On Pbotograpby, bls. 20.
24 „I send you a picture of Billy. . .“, Alichael Ondaatje, Tbe Collected Works ofBilly tbe
Kid: Left-handed Poe?ns, London: Picador, 1989, bls. 5.
44