Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 48
■ GUNNÞÓRUNN GUÐjMUNDSDÓTTIR
að síður ljá þær sögunni heimilda-
gildi og veruleikatengingu.
John og Salhe Chisum er fólk sem
kemur nokkuð við sögu í verkinu,
þau voru í raun feðgin en Ondaatje
gerir þau að hjónum í þessari bók.
.kndspænis síðumii þar sem Ondaatje
vitnar í viðtal við Sallie Chismn birt-
ir hann mynd af fólki sem virðist vera
ákaflega dæmigert fólk ffá þessum
tíma (mynd 13). Klæðnaðurinn er
grófgerður og greinilega ædaðm' fyr-
ir erfiðisvinnu, og það hvernig fólkið
situr fyrir, þau horfa beint í mynda-
vélina nokkuð feinmislega, er stað-
festing á jmí að þarna eru á ferðinni
landnemar, þau hafa lifað tímana
tvenna en eru óvön myndatökum.
Ekkert bendir til amiars en að hér
sé á ferð mynd af John og Sallie Chisum. Hins vegar er þaimig í pottinn
búið að þetta eru vinir Ondaatjes sem klæddu sig upp og Ondaatje tók
sjálfur myndina.25 Þar með er búið að kippa undan manni þeirri vissu að
myndirnar í bókirmi séu heimildir. Þegar rýnt er í þakkarorðin í lok bók-
arinnar kemur í ljós að Huffiman er sagður hafa tekið sumar myndirnar í
bókinni, en ekld er tilgreint frekar hvaða myndir það séu né hvaðan hin-
ar koma. Lesandinn fyllist efasemdum og reynir að sjá út hverjar eru
myndir Huffmans og hvað er tilbúningur, sem auðvitað veltir um leið
upp þeirri spurningu hvað séu tilbúnar myndir og hvað ekki. Með síð-
ustu myndinni í bókinni getur Ondaatje svo ekki stillt sig um að stríða
okkur enn frekar. Neðst í hægra horninu í tómum ramma er lítil mynd
af kúreka. Þarna er loks búið að fylla inn í tóma rammann á fyrstu síð-
unni og þegar nánar er að gáð sést að þetta er enginn annar en Ondaat-
je sjálfur á yngri árum skælbrosandi í kúrekaleik (mynd 14).
Tómi ramminn í upphafi er fylltur með texta Ondaatjes, með skáld-
skap, samtímaheimildum, og Ondaatje sjálfum. Ondaatje hefur sett sjálf-
25 Þetta bendir Ed Jewinski á í bók sinni um Ondaatje, Express YourselfBeautifully (Tor-
onto: ECWPress, 1994), bls. 67.
Mynd 13.
46