Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 49
EINS OG ÞESSIMYND SÝNIR ...
an sig og samtíma sinn inn í söguna
af Billy. Svona er um þær heimildir
sem vitnað er tdl. Sumar eru raun-
verulegar en aðrar tilbúnar. Því er
fléttað saman tvenns konar orðræðu
í textanum: önnur styðst við stað-
reyndir, en hin við skáldskap, en les-
andanum er aldrei tilkynnt hvar sú
fyrri endar og hin síðari tekur við og
bókin sver sig þannig í ætt við aðrar
póstmódernískar ævisögur, Flaubert's
Parrot eftir Julian Barnes til dæmis.
Mörkin milli staðreynda og skáld-
skapar eru orðin óljós og það sem
meira er: þau eru hætt að skipta máli.
Því hvort sem Ondaatje eða Huff-
man tók myndirnar, vekja þær eneu
- y , , ’ , F B Mynd 14.
ao siour upp andrumsioft og timnn-
ingu fyrir fortíðinni, eru tenging í
veruleika utan bókar jaínvel þó að það sé veruleiki sem við þekkjum bara
af öðrum myndum í öðrum bókum. Heimildirnar verða þannig upp-
spretta skáldskapar ffekar en söguritunar, og þegar heimildirnar sjálfar
eru skáldskapur fara mörkin að verða mjög ógreinileg.
Fals, væntingar.; ímyndir
Getur ljósmynd verið ósvikin? Og ef svo er ekki hefur hún þá aldrei
heimildagildi?
Ljósmyndir eru ótvírætt öflugur miðill, heimildagildi þeirra er ótví-
rætt, en einnig óstöðugt, ótryggt á stundum og jafhvel óvænt. Þetta kem-
ur í ljós þegar við skoðum stöðu ljósmyndarinnar sem persónulegrar
heimildar. Fjölskyldualbúm staðfesta fortíð okkar og fjölskylduímynd, en
ef við reynum að púsla saman sögu úr þessum fomleifum, fjölskyldu-
albúmunum, er eins og fólk hafi varið öllu Kfi sínu á ferðalögum, við jóla-
hald og í fermingarveislum. Er ljósmyndin þá ekki heimild hversdagsins?
Væntingar okkar til ljósmynda hafa að sjálfsögðu alltaf áhrif á hvernig
við metum heimildagildi þeirra. Ljósmyndir knýja áhorfandann til að
47