Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 50
GUNNÞORUNN GUÐMUNDSDOTTIR
Myiidir 15 a og 15b.
draga ályktanir, ljósmyndir koma
inn hjá manni ímyndum og skoð-
unum, sem kallast á við vænting-
■amar til þeirra. Sem dæmi um þetta
má nefna myndirnar af Gretu
Garbo á effi árum, þar sem hún
laumast milli húsa með sólgleraugu
(myndir 15a og 15b).
Þessar myndir gætu allt eins ver-
ið af einhverri allt annarri konu, en
eru orðnar óaðskiljanlegur hluti af hugmynd-
um okkar um gamlar, frægar kvikmynda-
stjömur. Þær era teknar í flýti, eins og fyrir
tilviljun, stundum úr fókus, og virðast þ\u full-
ar af lejmdardómsfullu andrúmslofd og við
lesum úr þeim sögu um fall frá fegurð og ríki-
dæmi (en kannski var þetta bara nágramiakon-
an með kvef). Ljósmyndir eru því stöðugt að
staðfesta hugmyndir okkar um leið og þær af-
vegaleiða okkur og halda okkur í spennu milli
vemleikans og ímyndar af veruleikanum.
Það gildir einhvers konar samkomulag um
hvað okkur finnst vera ljósmyndafölsun. Það
má breyta myndum upp að vissu marld, áðm
en okkm finnst að verið sé að blekkja okkm.
Þetta samkomulag byggist á því að við lítum á
grunntæknina sem hluta af náttúrulegu
ástandi ljósmynda, en beitingu viðbótartækni sem blekkingu. En eins og
ofangreind umræða sýnir, þá liggur sarmleiks- og heimildagildi ljós-
mynda ekki eingöngu í þessu. Væntingar, viðhorf, aukamerking, inynda-
texti, samhengi og tækni em allt áhrifaþættir í því mati sem við leggjum
á myndir. Fölsuð mynd getm verið ágæt söguleg heimild, spurningin um
hvar grunntækninni sleppir verður sífellt flóknari, meðvitund um að Ijós-
myndir séu tilbúnar koma ekki í veg fyrir að við tökum mark á þeim.
48