Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 56
GUÐNI ELÍSSON
greinilega önnur og það er ekki fullnægjandi skýring að halda því ffarn
að með þessari ákvörðun hafi Byron aðeins verið að endurskapa höfimd-
arnafii sitt. Aður en lengra er haldið er þó rétt að líta á nokkra þætti sem
tengjast útgáfusögu ljóðanna tveggja.
I bók sinni Byron and His Fictions segir bandaríski bókmenntafræðing-
urinn Peter Manning, Byron ekki hafa viljað „fela sig“ bak við nafhleysi,
því hafi fremur verið beitt til þess að auðvelda skáldinu að tjá sig á per-
sónulegri hátt og það hafi verið góð leið til þess að stríða lesendum ljóð-
anna.1 2 3 Um hið síðasmefhda er lítrill ágreiningur því að Byron var oft í sjö-
unda himni yfir því hversu auðveldlega honum tókst að ergja lesendur
sína. I ágúst 1819 skrifaði hann þannig vini sínum John Cam Hobhouse
(1786-1869) og fagnaði því hversu auðveldlega Mfilham Roberts, útgef-
andi og gagnrýnandi British Review, hefði fallið í þá gildru sem hann
lagði fyrir hann í Don Juan, en Byron þóttist að hafa mútað ónefndum
gagnrýnanda blaðsins til þess að tryggja sér góða dóma um ljóð sittv
Daginn eftir bréfið tdl Hobhouse skrifaði hann útgefanda sínum Murray
á þessa leið: „Halm ljóðinu nafhlausu hvað annað sem þú gerir. Það ger-
ir þetta allt miklu skemmtilegra. En ef útgáfan á Donjuan kemur þér, eða
þá mér, í vandræði skaltu ekki hika við að lýsa því yfir að ég sé höfundur
ljóðsms“?
Léttúðarfull stríðnin sem einkennir alla útgáfusögu Don Juan sést vel
í þeim dularfullu auglýsingum sem John Murray lét birta í Ltmdúna-
blöðunum vikumar fyrir útgáfu ljóðsins, en þær vöktu mikla athygh og
jafiivel ugg hjá sumum lesendum. Auglýsingamar vora nýstárlegar og
sögðu án frekari málalenginga og útskýringa: „Eftir nokkra daga - Don
Juan“.4 Almenningi var svo látrið eftir að reyna að grafast fyrir um hver
(eða hvað) þessi Don Juan væri.
1 Sjá Peter Manning, Byron and His Fictions. Detroit: Wayne State University Press,
1978, bls. 177.
2 „I’ve bribed My Grandmother’s Review, - the British!"; sjá Donjuan I, 209 í Lord
Byron, Complete Poetical Works, Vol. 5, ritstj. Jerome J. McGann. Oxford: Clarendon
Press, 1986. Roberts áttaði sig ekki á því að Byron var að egna hann til svars og mót-
mælti róginum opinberlega í næsta hefti blaðsins, skáldinu til ómældrar gleði. Sjá
bréf Byrons til Johns Cam Hobhouse, 23. ágúst 1819. Byron's Letteis and Jounials,
Vol. 6: 1818-1819, ritstj. Leshe A. Marchand. Cambridge, Massachusetts: Hamard
University Press, 1976, bls. 213-14.
3 Sama, bls. 216.
4 Sjá frekar um þetta í Samuel Chew, Byron in England: His Farne and After-Fame.
London: John Murray, 1924, bls. 28.
54