Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Síða 57
HVER AF HINUM BESTU ER EG?
Það ljóð sem að lokum kom fyrir almenningssjónir 15. júlí 1819 var
niðurstaða langra og erfiðra samningaviðræðna Byrons við útgefanda
sinn.5 Háðstileinkun Byrons í 17 erindum um lárviðarskáldið Southey
var felld niður og hið sama var uppi á teningnum um verstu níðlínumar
og grófustu kafla ljóðsins.6 Um tíma var Byron jafnvel á þeirri skoðun,
eftir að kröftug andmæh frá ritstjórum Murrays höfðu hrætt hann, að
best væri að gefa ljóðið ekki út, og prenta aðeins 50 eintök sem dreift
væri til nokkurra vel valinna lesenda. Þegar fyrstu tvær kviðurnar komu
loksins út 15. júlí 1819 voru þær ekki aðeins án höfundarnafns, nafn út-
gefanda var ekki heldur að finna á titilsíðu ljóðsins. Murray lét þar ekki
staðar numið því að í ágúst 1821 gaf hann næsta bindi ljóðsins út (kvið-
ur þrjú til fimm) án þess að nafns útgefanda væri getið. Þetta kom Byr-
on nokkuð á óvart því hann skrifaði Murray harðort bréf þar sem hann
bendir réttilega á að „ekkert óeðlilegt er við það að höfundur láti ekki
naíns síns getið, þar sem venja er fyrir því að þúsundir tdtla komi út án
höfundarnafns. - En hver hefur heyrt að útgefandi dulbúist á þennan af-
káralega máta?“7
II
Hvað bjó að baki nafhleysi Murrays? Samuel Chew heldur því fram í bók
sinn Byron in England að Murray hafi verið „huglausasti bóksölumaður
Guðs“ og að hann hafi skammast sín fyrir það bókmenntalega ljósmóð-
urhlutverk að koma Don Juan í heiminn.8 En sú niðurstaða Chews er
harla einkennileg í ljósi mikillar og óvenju nútímalegrar auglýsingarher-
ferðar Murrays sem var ætlað að vekja athygli á bók sem bæði hann og
Byron virtust afneita. Aðeins tveimur dögum eftir útgáfuna á fyrstu
tveimur kviðum ljóðsins gerði tímaritið The Litermy Gazette að umfjöll-
unarefiú hinar einkennilegu kringumstæður sem einkenndu útgáfu Don
Juan\
5 Þá birti Byron fyrstu tvær kviðumar af 16, en ljóðið um Don Juan kom út í sex hlut-
um ffá 1819-1824, fyrst hjá hinum íhaldssamaJohnMurray, en síðar hjá róttæka út-
gefandanum John Hunt.
6 Sjá frekar um þetta í Andrew Rutherford, Byron: A Critical Study. Stanford: Stanford
University Press, 1961, bls. 129.
7 Bynm’sLettersandJotimahj'Vol. 9: 1821-1822, ritstj. Leslie A. Marchand. Cambrid-
ge, Massachusetts: Harvard University Press, 1976, bls. 104.
8 Sjá Samuel Chew, Byron in England: His Fame and After-Fame, bls. 28.
55