Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Síða 58
GTJÐNI ELISSON
Na£n höfundar og útgefanda er hvergi að finna í bókinni og tit-
ilsíðan er nánast auð þar sem aðeins sautján orðnm er dreift á
hana. [...] Ljóðið ber þess glöggt Ltni að Byron sé höfundur-
inn og því getum við gert því skóna að Murray hafi séð um út-
gáfuna. Sést það á því að Davison (setjari Murravs) er titlaður
fi,TÍr útgáfunni og hefur hann vandað vel til vinnu sinnar og
notað besta prentletur sem völ er á. Þar með er leyndarmálið
leyst og almenningur, sem haldinn hefur verið k\uða ffá því að
hinar einkennilegu auglýsingar um aðkomumanninn birtust í
blöðunum, getur varpað öndinni léttar. Við getum fullvissað
lesendur okkar rnn að sá ógnvænlegi holdgenúngur sem þeir
óttuðust vísar ekki í endurkomu Bónapartes, auglýsingu frá
Smithfield-markaðnum um bam með undrakrafta, eða til neins
konar stórfelldrar ógæfu, heldur er hér um að ræða útgáfu á
óvenju vel gerðu og skemmtilegu ljóði.9
Skömm Murrays, sem Samuel Chew gerir svo mikið úr, ætti því fremur
að tengja markaðssetningu hans á ljóði Byrons en guðhræðslu og siða-
vendni, en Murray gerir sér mat úr pólitísku róti samtímans og því ör-
yggisleysi sem enskur almenningur bjó við í kjölfar stríðsins við Frakka.
Auglýsingamar draga jafnframt ffarn tengslin milli ByTons og franska
einvaldsins Napóleons Bónaparte sem aðeins fjórum árum fyrr hafði
snúið úr útlegð frá Elbu og ríkt í Frakklandi í um hundrað daga allt þar
til hann beið ósigur við Waterloo. Efrir útgáfu Don Juan, gátu lesendur
auglýsingarinnar hugsað til þeirra fjölmörgu tenginga sem lágu á milli
marmanna tveggja. Byron og Napóleon höfðu drottnað eiruáðir í vem-
leika samtíðarinnar og báðir vom dæmdir til útlegðar við Miðjarðarhaf-
ið. Byron skrifar á þessari stundu skáldverk sín í Feneyjum, ekki Elbu, en
líkt og Napóleon vonast hann til að geta snúið sigursæll aftur til ættjarð-
arinnar.10
9 Sjá The Roniantics Reviewed: Cantemporary Reviews ofBritish RoJ>mntic Writeis. Part B:
Byron and Regency Society Poets, Vol. I-VJ ritstj- Don-ald H. Reiman. New York: Gar-
land Publishing, Inc., 1972, IV. bindi, bls. 1406.
10 Síðar tekur Bwon sjálfur upp Hsunina í Napóleon þegar hann líkir sér Hð franska
einvaldinn í 11. kviðu Don Juan og játar að um nokkurt skeið hafi hann sjálfiir ver-
ið talinn: „The grand Napoleon of the realms of rhyme“ (XI, 55).
A þessum árum gældi B)Ton við þá hugmtnd að snúa aftur til Englands og leiða
uppreisnarher verkalýðsins gegn valdhöfunum, gegn þH aðalsveldi sem nokkrum
árum fyrr hafði útskúfað honum. Hann ræddi það í gríni að gaman væri að taka vfir
56