Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Blaðsíða 60
GUÐNIELISSON
með undrakrafta sem finna megi á bás á Smithfield-markaðnum. Með
því les hann á óvæntan hátt saman atburð sem kann að hafa heimssögu-
lega merkingu og þaulhugsaða auglýsingaherferð sem er ætlað að k}tnna
fyrir Lundúnabúum nýtt náttúruvi ðundur. Með því að gera Don Juan að
viðundri á Smithfield-markaðnurn gefur greinarhöfundur til kynna að
útgáfan eigi eitthvað skylt við Smithfieldkaup, en þau orð vísuðu til þess
að kvænast tdl fjár.12 Háðið beinist hér að samskiptum Murrayts og Byr-
ons, sem höfðu nú um sjö ára skeið markaðssett og selt byronska hetju-
lund með gífurlegum hagnaði.
Með útgáfunni á Don Juan breytir Murray um söluaðferð og kjmnir
ljóðið á hugyitssaman hátt án þess þó að láta nafns síns nokkru sinni get-
ið. Uppnámið sem fólst í því að vita ekki deili á Don Juan færist nú yfir
á óvissu um hver skapaði Don Juan og hver gaf hann síðan út, en það
beinir athyglinni enn írekar að höfundinum. Hugmyndin að nafnleysi
þessa vinsælasta rithöfundar samtímans virðist Kka hafa komið frá útgef-
andanum Murray. Eins og áður var getið hafði B\ron þegar birt nokkur
tækifærisljóð án þess að geta nafns, en það er fyrst með Beppo að hann
gefur út veigamikið ljóð úr höfundarverki sínu án þess að gangast við því.
13. desember 1816 skrifaði Murray skáldinu sínu til Feneyja og sagði
honum að hann hefði selt 7000 eintök af þriðja hluta Pílagrímsferðar
Childe Harolds og sama fjölda af Fanganum í Chillon. Við listann bætir
Murray metsölubók ársins, Tales of my Landlord, sem hann telur skrifaða
af höfundi Waverley (þ.e. Sir Walter Scott).13 Verkin á lista Murrays voru
öll gífurlega vinsæl, en munurinn á þeim liggur meðal annars í því að
fyrstu tvö voru seld undir nafhi þekkts og alræmds rithöfundar, á meðan
þriðja verldð var gefið út nafhlaust. Byron sagði sjálfur um Tales of my
Landlord í maí 1817: „Eg naut þess að lesa verldð og skil fullkomlega
núna af hverju systir mín og frænka voru svo ranglega sannfærðar um að
ég væri höfundur þess“.14 Ahugi almennings á Tales ofmy Landlord og þær
getgátur sem spunnust um hugsanlegan höfund þess leiddu eflaust til
þeirrar hugmyndar Murrays að leika þetta eftir í útgáfum sínum á skáld-
verkum Byrons.
12 Byron gerir sjálfur grín að Smithfieldkaupum í 12. kviðu Don Jium (erindi 46).
13 Sjá Samuel Smiles, A Publisher and His Friends: Memoir and Coirespondence ofthe Late
JohnMmray. London: John Murray, 1891, bls. 369.
14 Byron’s LettersandJoumals, Vol. 5: 1816—1817, ritstj. Leshe A. Marchand. Cambrid-
ge, Massachusetts: Harvard University Press, 1976, bls. 220.
58