Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Blaðsíða 62
GUÐNI ELISSON
m
Fyrstu t\'ær kviður Don Juan seldust ágætlega þrátt fyrir ýmsa erfiðleika
sem tengdust útgáfiirmi og Murray tókst að gera Byron aftur að helsta
viðfangsefiii enskrar bókmenntaumræðu, þar sem gagnrýnendur jafiat
sem almennir lesendur veltu stöðugt ýnir sér ástæðunum að baki nafn-
leysi skáldsins. Þær fjölmörgu ólöglegu útgáfur sem birtust af ljóðinu á
næstu árum og falsað áframhald ljóðsins sem róttæki útgefandmn Wilb-
am Hone birti nokkrum dögum efdr að fyrstu tvær kviður ljóðs Byrons
komu út (Donjuan, Canto the Third), sýndu Murray svo ekki var um villst
hversu mikinn áhuga almenningur hafði á ævintýrum Juans.1 Þegar
áframhald Ijóðsins (kvdður ITI-V) kom loksins út á vegum Murrays, 8.
ágúst 1821, og þá enn án nafhs höfundar og útgefanda, greip um sig æði
meðal Lundúnabúa. Samuel Smiles, æ\isöguhöfundur Johns Murray,
segir svo frá: „Sendisveinar bóksalanna lokuðu Albemarlegötu fyrir
ffaman útgáfufyrirtæki Murrays og svo mikil var örti'öðin að afhenda
þurfti bókapakkana út um glugga á húsinu til þess að þagga niður í þeim
aðgangshörðustu.“18 Þó að Murray hafi þegar hér er komið sögu ekki
enn viðurkennt opinberlega að hann sé útgefandi Don Juan er eintökuin
af bókinni dreift út um glugga útgáfufyrirtækis hans.
Gagnrýnandi tímaritsins Scots Magazine ræðir þessa staðretmd í ágúst-
hefti ársins 1821. Hann segir að kringumstæður útgáfunnar séu án efa
„þær athyglisverðustu ef ekki leyndardómsfyllstu í útgáfusögu enskra
skáldverka"19 og bendir því næst á hvernig nafnleysi útgefandans og höf-
undar hafi áhrif á útgáfu- og höfundarrétt viðkomandi texta. Hann segir:
Stórt bindi í fjögurra blaða arkarbroti undir nafninu Don Juan
var gefið út fyrir tveimur árum í glæsilegu letri af einum virt-
asta prentara okkar. Hver stóð að útgáfu þess? Enginn að nafn-
inu tdl. Ekki er hægt að skilja forsendur útgáfunnar vegna þess
að þær eiga sér hvergi fordæmi. Ljóðið sýndi það þó og sann-
17 Af nafhlausum og fölsuðum viðbótum á Don Jium má nefna: William Hone: Don
Juan. Canto the Third. London: Ludgate Hill, 1819; Jtian Secundus. Canto the First.
London: John Miller, 5, New Bridge Street, 1825; og Don Juan. Canto the Third.
London: Printed by R. Greenlaw, Holbom. 1821. Þær eru þó miklu fleiri.
18 Samuel Smiles, A Publisher and His Fiiends: Memoir and Coirespondence of the Late
John Mutray, bls. 413.
19 The Romantics Reviewed: Contemporary Reviews of British Romantic Writers. Part B:
Byron and Regency Society Poets, ritstj. Donald H. Reiman, V bindi, bls. 2189.
ÓO