Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Blaðsíða 63
HVER AF HINXJM BESTU ER ÉG?
aði að aðeins gat einn maður skapað það. Svona er að vera haf-
inn yfir alla í hæfileikum. Ljónið verður aldrei álitdð hlébarði.20
Gagnrýnandinn neitar að samþykkja að „Enginn“ hafi skrifað ljóðið og
vísar að öllum líkindum um leið til kaflans í Odysseifskviðu þar sem
Odysseifur segir kýklópanum Pólýfemusi að nafn hans sé Enginn.
Murray og Byron reyna líkt og bragðarefurinn Odysseifur að slá bresk-
an almenning blindu með klækjum sínum.
Gagnrýnandinn hafnar því að útgáfa og sköpun Don Juan hverfist um
Engan. Þess í stað skírskotar hann til höfundarnafns Byrons í þeim til-
gangi að sýna fram á skáldlegt mikilvægi verksins innan enskrar ljóðhefð-
ar. Tilraunir gagnrýnandans til að herða á leyndri merkingu textans
beinast að því höfundargildi sem Foucault gerir að umræðuefni í frægri
grein sinni um höfundarnafnið.21 Elöfundargildið sem býr í nafni Byrons
má greina sem ákveðið gæðavottorð, sem samræmi eða samhengi í höf-
undarverki, sem fastmótaða stílheild og það getur jafnframt vísað til
ákveðinnar virkni í textanum sem er háð sögulegum aðstæðum og stöðu
orðræðunnar á hverjum tíma. Það er þannig til marks um velgengni hins
byronska höfundargildis að með tímanum er það ekki einskorðað við
Byron.
Viðbrögð gagnrýnanda Scots Magazine sýna jafnframt að Byron getur
ekki horfið að fullu úr texta sínum, enda var það aldrei ætlun hans. Með
því að heimta ljóð Byrons úr helju nafnleysis, leggur greinarhöfundur
áherslu á eignarrétt Byrons yfir textanum: „Það má ekki ætla að Byron
fái ekki greitt fyrir skrif sín. Hann ætti ekki að gera það og hann getur
ekki gert það“.22 Byron hafði lýst því yfir að hann væri staðráðinn í að
taka upp handangrafar tilvist í þessu lífi,23 en hér sem annars staðar var
honum meinað að taka upp hlutverk hins dauða í skrifum sínum.
20 Sama.
21 Sjá Michel Foucault, „What Is an Author?“ Textual Strategies: Perspectives in Post-
Structnralist Criticism, ritstj. Josué V. Harari. Ithaca: Comell University Press, 1979.
22 The Romantics Reviewed: Contemporary Revievts of British Romantic Writers. Part B:
Byron and Regency Society Poets, ritstj. Donald H. Reiman, V. bindi, bls. 2189.
23 Sjá frekar um handangrafar tilvist rithöfundarins í Jerome Christensen, „Byron’s
Career: The Speculative Stage“. English Literary History, Vol. 52, No. 1, Vor 1985.
The Johns Hopkins University Press, bls. 79.