Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 64
GUÐNl ELISSON
rv
„Hvaða máli skiptir hver talar?“ spyr Foucault í grein sinni um stöðu
höfundarins. Ofangreind dæmi sýna að á tímum Byrons rétt eins og nú
var höfundarnafnið samfléttað bókmenntaverkinu, varpaði ljósi á það og
aðgreindi í sumum tilvikum verkið frá öðrum smærri og léttvægari text-
um. Það er varla tilviljun að Byron skuli hefja leik sinn með höfundar-
nafnið um svipað leyti og fals-Byronamir taka að birta ljóð sín. I bréfi til
Thomasar Moore frá 24. desember 1816 kvartar Byron yfrr einum þess-
ara útgáfuþrjóta sem gefið hafi út ljóðabók undir nafni sínu: „Hann
lýgur. Eg orti ekkert þessara ljóða, hef reyndar aldrei séð þau eða útgef-
anda þeirra og aldrei verið í neinu sambandi, beinu eða óbeinu við mann-
inn“.24
En þetta var ba.ra upphafið. A næstu ámm fylgdi skriða ljóðabóka og
leikverka sem ýmist vom beinar falsanir gefnar út undir nafni Byrons,
bækur sem vom ranglega eignaðar honum af gagnrýnendum og almenn-
ingi, og verk sem gefin vom út nafnlaust, en þó með augljósri tilvístm í
yfirlýst nafnleysi skáldsins. I bók sinni Byron in England vísar Samuel
Chew í nokkra af þeim titlum sem vom ranglega eignaðir Byron, svo sem
Ijóð Feliciu Hemans Modem Greece frá 1817, ljóð Roberts Landor The
Count Arezzi frá 1824, ljóð Thomasar Hope Anastasius, or Memoirs of a
Greek frá 1819, sögu Johns William Polidori The Vampire frá 1819 og
ljóðabókina Poems Written by Somehody frá 1819.25 Chew taldi upp tíu
bækur sem líta má á sem falsanir, eða em ranglega eignaðar Byron, tíu
styttri ljóð, eina stutta satím í lausu máli, tvö bréfasöfn og átta safnrit.26
Vandann við að greina á milli þeirra nafnlausu verka sem vom rétti-
lega hugverk Byrons og annarra nafnlausra verka sem sum vísuðu vísvit-
24 Byron's Letters and Journals, Vol. 5: 1816-1817, ritstj. Leslie A. Marchand, bls. 150.
25 Polidori (1795-1821), eða „Polly dolly“ eins og Byron kallaði harrn, varð einkalækn-
ir lávarðarins þegar Byron flýði England vorið 1816. Polidori dvaldi með Byron við
Genfarvatn sumarið fræga þegar rithöfundarnir Percy og Mary Shelley heimsóttu
hann, en Mary og Polidori lögðu þá grunninn að tveimur þekktustu fyrirmyndum
hrollvekjunnar, Mary skrifaði söguna um Frankenstein og Polidori skapaði vam-
pírulávarðinn illa sem Drakúla Brams Stoker sækir kraft sinn í. Byron rak Polidori
úr þjónustu sinni þá um haustið, en Polidori hefndi sín með því að móta illmennið
í sögu sinni, Ruthven lávarð, eftir hinum gamla yfirmanni sínum. Goethe sagði síð-
ar þegar saga Polidoris kom út í nafini Byrons að hún væri besta verk skáldsins. Sjá
t.d. E.M. Butler, Byron and Goethe. London: Bowes & Bowes, 1956, bls. 55.
26 Samuel Chew, Byron in England: His Fame and After-Fame, bls. 193.
6 2