Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 66
GUÐNIELÍSSON
í byronskum höfundarleik sínrnn og
notuðu tdirlýst naíhleysi skáldsins á
óvæntan hátt. I anda Murrays, sem lét
prenta myndir af fallega, dulúðlega
skáldinu sínu fyrir kaupendur verka
Bwons svo þeir gætu bundið þær inn í
rit sín, hefur titilsíða hins nafnlausa
leikrits The Duke ofMantua, A Tragedy.
By - frá 1823 mynd af einstaklingi sem
getur vart verið annar en Byron.29
Höfundurinn notfærir sér nafnleysið í
síðusm ljóðabókum Byrons og vísar í
það á gamansaman hátt með þw að láta
skáldið standa hálffalið bakvið grímu.
A næstu síðu kemur tileirLkunin og er
hún ætluð þeim lesendum sem voru of
tregir til að átta sig á því hver var á bak
við grímuna. Hún hljóðar svo: „Eftir-
farandi verk er tileinkað lafði Byron
frá Onnur útgáfa kom út 1833. Hún var einnig nafnlaus með sömu
tileinkun og mynd.30
Höfundur The Duke of Mantua tekur þátt í þeim grímuleik sem Byron
og Murray höfðu hafið fimm árum fyrr með útgáfunni á Beppo. Apokrýfa
ritið varpar írómsku Ijósi á sannleikann um höfundarstöðu Byrons, sem
hálffalinn kíkir út undan grímunni. Leikritið, ffemur en nokkuð sem
Byron skrifaði sjálfur, kjarnar merkinguna að baki nafnleysi skáldsins.
Efnisþráður leikritsins tekur á hugmyndum sem tengjast höfundarnafhi
og skáldskap. Hertoganum af Mantúa tekst illa að fela raunverulegt eðli
sitt. Hann er iðulega klæddur dulargervi, en eðli hans og hátterni
brjótast út í gegnum grímubúninginn svo að allir þegnar hans þekkja
hann á svipstundu. Þversögn leikritsins felst í því að grímurnar afhjúpa
29 Opni kraginn og hárið eru einkennismerki skáldsins og enginn samtímalesandi
hefði látið þessi persónulegu tákn lávarðarins framhjá sér fara (sjá t.d. myndimar af
Byron hér að framan).
30 [John Roby], The Duke of Mantua, A Tragedy By____ . London: Printed by
Thomas Davison, Whiteffiars, 1823. Hér má árétta að Thomas Davison var
prentari nafhlausu útgáfunnar á Don Jmn, og af þeim sökum vísbending unt að
höfundurinn sé Byron lávarður.
64