Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Side 67
HVER AF HTNXJM BESTU ER EG?
fremur en fela eðli hertogans, á sama hátt og nafnleysi Byrons kallar á
frekari umfjöllun um höfundarnafn hans.
Meðal nútímalesenda leikur enginn vafi á hvaða rit tilheyra réttilega
höfundarverki Byrons og apokrýfu ritin eru nú með öllu gleymd. Sú
spurning hlýtur þó að vakna hvort apokrýfu ritin geti varpað ljósi á höf-
undarnafn Byrons og skýrt samspil höfundar og skáldverks. Samuel
Chew bendir þannig á að þegar gagnrýnendur Blackwood’s ‘Magazine’
neituðu því í september 1821 að Thomas Hope gæti hafa skrifað Anast-
asius, en þeir héldu því jafnframt ffarn að höfundurinn væri enginn ann-
ar en Byron, hafi þeir líklega verið að svæla Hope úr felum.31 Það tókst
því Hope gekkst opinberlega við verkinu eftir greinina í Blackwoods.
Nafnleysi Byrons var hér sem víða annars staðar notað sem mælistika á
verðleika annarra höfunda.
Byron hélt því sjálfur fram að höfundar sem tækju upp stíl hans og per-
sónusköpun, yrðu hlutar af hinu byronska sköpunarverki, aðskildir per-
sónuleikar sama höfundarnafns. Bryan Waller Procter (1787-1874) gaf
árið 1820 út ljóðið Diego de Montilla undir oktövuhætti. Francis Jeffrey,
sem var einn virtastd gagnrýnandi tímabilsins, lýsti ljóðinu sem „veikri
eftirlíkingu af Don Juan“. Jafhframt bætti Jeffrey við að þótt ljóðið
„skorti kraft fýrirmyndarinnar, væri það laust við fyrirlimingu og mann-
hatur og án siðspillingar og hryllings“, en allir þessir þættir einkenndu að
hans mati ljóð Byrons.32 Byron vísar sjálfur á svipaðan hátt til ljóðsins í
11. kviðu Donjuan, þar sem hann lýsir Procter sem sínu siðlega sjálfi:
Then there’s my gentle Euphues; who they say,
Sets up for being a sort of moral me\
He’ll find it rather difficult some day
To mrn out both, or either, it may be. (XI, 59)
Hann dregur í efa að Procter muni takast það ætlunarverk sitt að verða
„siðlegur Byron“, ekki aðeins vegna þess að í orðunum felist þversögn,
heldur einnig af þeirri ástæðu að jafh erfitt er að vera siðlegur og byr-
onskur. Procter er því í besta falli misheppnaður Byron og í því versta
ósiðlegur ritþjófur. Á sama máta játaði Byron fyrir lafði Blessington að
þegar hann læsi ljóð Hopes Anastasius, „grétd hann iðulega af beiskju, og
31 Samuel Chew, Byron in England: His Fame and After-Fame, bls. 193.
32 Sjá Lord Byron, Don Juan, ritstj. T. G. Steffan og W. W. Pratt. Harmondsworth:
Penguin Books, 1986, bls. 701.
65