Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 68
GUÐNIELÍSSON
af tveimur ástæðum, - í fyrsta lagi vegna þess að hann samdi ekki ljóðið
sjálfur og í öðru lagi vegna þess að Hope gerði það“.33
Eins og ég gat um áðan var Hope þvingaður til að segja til nafns með
því að kenna ljóð hans við Byron. Það sem pirrar Byron mest er sú stað-
reynd að maður eins og Hope getur tekið á sig byronska eiginleika og
orðið útgáfa af honum sjálfum. Við það minnkar trúnaðartraust hins al-
menna lesenda sem ávallt hafði verið fullviss um einlægni hins byronska
höfundarnafns, sem um níu ára skeið hafði verið sveipað dularljóma sat-
anísks drambs, rómantísks þunglyndis og hetjulegs æðruleysis. Byron
hafði án efa séð ritdómana um verk Hopes, en gagnrýnandi Blackwood’s
gerði grín að þeirri kenningu að Hope, „virtur og siðsamur herramaður“,
sem hingað til hafði aðeins verið þekkmr fyrir „þunglamaleg sknf um
húsgögn og innréttingar“, gæti verið höfundur verksins.34 Undir þetta
tók Sydney Smith, einn af gagnrýnendum Edinburg Review, en hann
sagðist vera agndofa yfir því að Hope, „maður stóla og borða, fágaður
sófasinni“, gæti skrifað ljóð sem ekki væri ósamboðið Tacitusi og eins
gott og allt sem Byron hafði skrifað.35 Byron hlaut að skilja að háðinu í
báðum greinum var ekki síður beint að honum en Hope.
Nafnleysi gat þannig verið tvíeggjað sverð, sérstaklega ef höfundur
ákvað að svara allri umræðu um verk sitt með þögninni einni saman.
Landor, Hope og Polidori fengu allir að reyna þetta þegar þeir voru nán-
ast rændir því höfundarnafni sem þeir höfðu slegið á ffest með nafhleysi
sínu. Byron komst óvænt í svipaða stöðu þegar hann gaf út ljóðið TheAge
ofBronse 1823, en miklar deilur spruttu um mögulegan höfund ljóðsins.
Gagnrýnendur íhaldsblaðsins Blackwood’s réðust heiftarlega gegn róttæk-
lingunum Hazlitt og John Hunt fyrir þær lygar að halda því ffam að Byr-
on gæti hafa samið ljóðið. Réttara væri að álykta að höfundur ljóðsins sé
Hazlitt sjálfur. Breski stjórnmálamaðurinn og rithöfundurinn Michael
Foot telur að kenningin hafi verið sett ffam í þeim eina tilgangi að ergja
Byron.36 Gagnrýnendur íhaldsblaðanna skildu vel hvernig Byron hafði
33 Marguerite Countess of Blessington, Lady Blessington’s Conversations ofLo7-d Byron,
ritstj. EmestJ. Lovell, Jr. Princeton: Princeton University Press, 1969, bls. 51.
34 Sjá Blackwood’s X í september 1821, bls. 200-201 (tilvísunina er að finna í Samuel
Chew, Byron in England: His Fatne and After-Fame, bls. 193.)
35 Sydney Smith, Edinburg Review, 1821, XXXV, bls. 92-3.
36 Michael Foot, The Politics of Paradise: A Vindication of Byron. New York: Harper &
Row, Publishers, 1988, bls. 344.
66