Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 70
GUÐNI ELISSON
Because my „guinea trash“ he will not own,)
I send this Canto into Mr. Hone.39
Hone-Byron veltir því fyrir sér af hverju herra Murray sé svona hrædd-
ur, því að ekkert hneykslanlegt sé að finna í ljóðinu. I þriðja erindi snýr
hann sér á nýjan leik að fyrstu útgáfu Murrays á Don jfuan og segist eiga
ýmislegt inni hjá Murray eftdr samstarf síðustu ára. Af þeim sökum á
Murray ekki að skammast sín fyrir að setja nafn sitt á ritdlsíðuna. Hone-
Byron kvartar yfir því að Murray telji músu sína halta og að hún sé bet-
ur til þess fallin að tísta lokuð inni í búri. Músa Hone-Byrons verður
þvert á þessa skoðun ekki tamin:
John owes me much and need’nt have been ashamed
To put his name upon the tritle page,
Although he deemed my muse a httle lamed,
And fitter to be warbling ffom a cage;
I’d have him know she is not yet so tamed,
Although she scoms to shew it by a rage,
As crouch to any one so ministerial:
Was it not I that lent him wings etherial?‘M)
Fölsun Hones og ólöglegar útgáfur á fyrstu tveimur Hdðum Don Juan
ollu því að Murray varð að tryggja höfundarrétt Byrons og útgáfurétt
sinn frammi fyrir breskum dómstólum. Haustið 1819 vann Murray mál-
ið, en með þeim dómi hlaut Don Juan opinbera viðurkenningu, því að
dómurinn staðfesti að verkdð væri innan viðurkenndra siðsemismarka.
Murray og Byron héldu þó fast í opinbera nafnleynd sína í útgáfunni á
næstu þremur kviðum ljóðsins tveimtu áram síðar. Nafnleysi þeirra fé-
laga þar verður því vart útskýrt í ljósi löggjafarinnar eins og stundum hef-
ur verið gert.
Flestir virtust vissir um að Byron væri höfundur Don Juan, en eins og
Jerome J. McGann hefur bent á reyndi skáldið aldrei að leyna þeirri stað-
reynd.41 Með því að halda nafhleynd sinni opinberlega til streitu undir
slíkum kringumstæðum öðlaðist höfundarnafh Byrons nýja og óvænta
eiginleika og var tengt verkum sem hann hafði aldrei samið. Með þessu
'w Sama, bls. 2.
41 Jerome J. McGann, „Byron’s Twin Opposites of Truth“, Towards a Limature of
Knowledge. Chicago: The University of Chicago Press, 1989, bls. 53.
68