Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Qupperneq 75
INYJU LANDI
skoða gögnin í Ijósi kenningar franska félagsfræðingsins Pierres Bour-
dieu um efnahagslegan og táknrænan auð. Hér á eftir verður gerð tilraun
til að útskýra aðstæður fólksins eins og það skilur þær, en einnig notuð
hugtök Bourdieus til að leita skýringa á stöðu innflytjenda í íslensku sam-
félagi.
Menningar- og félagsauður.
Nokknr hugtök úr kenningu Pierres Bourdieu
Eitt mikilvægasta framlag Pierres Bourdieu til félagsfræða felst í að urn-
breyta kenningu Marx um auðmagnið. Bourdieu lét hugtakið ekki aðeins
vísa til efnislegs auðs eða fjármagns (e. economic capital) heldur talar hann
um að auður geti einnig verið táknrænn (e. symbolic).2 Samkvæmt kenn-
ingu Marx er auður vald sem aflað hefur verið með virrnu og myndar
grundvöll stéttaskiptingar og samfélagsgerðar.3 Bourdieu segir að hug-
takið auður geti vísað til allra gæða, efnislegra og táknrænna sem séu þess
virði að sóst sé eftir þeim í einhverju tilteknu félagslegu samhengi.4 5
Fjármagn er undirliggjandi afl sem mótar líf einstakhnga, hópa og
samfélaga en táknrænn auður, sem felst í menningu, samskiptum fólks og
tungumáli, tengist fjármagninu á flókinn hátt og hefur áhrif á hvaða
tækifæri fólk fær í lífí sínuó Bourdieu segir að auður geti birst á þrjá vegu,
það er að segja sem fjármagn (e. economic capital), menningarauður (e.
cultural capitai) og félagsauður (e. social capital).6
I sambandi við menntun fólks og gott gengi í skóla skiptir menningar-
auður mestu og Bourdieu notar þetta hugtak til að útskýra ólíkan náms-
árangur skólabarna eftir því hvaða stétt þau tilheyra. Hann vísar þannig
á bug viðteknum skoðunum um að gott eða slæmt gengi í skóla megi ein-
ungis rekja til hæfileika einstaklinganna. Bourdieu notar einnig hugtakið
habitns til að útskýra ólíkt námsgengi barna og hin ólíku tækifæri sem
2 Pierre Bourdieu, „The forms of capital", Education, culture, economy and society.
Ritstj. A. H. Halsey, H. Lauder, P. Brown og A. S. Wells. Oxford: Oxford Univer-
sity Press 1997, bls. 46.
3 Sbr. Liz Brooker, Starting school. Young children leaming cultures. Buckingham: Open
University Press 2002, bls. 24.
4 Richard Harker, Cheleen Mahar og Chris Wilkes, An introduction to the work of
Pierre Bourdieu. London: Macmillan 1990, bls. 1.
5 Liz Brooker, Starting school, bls. 24.
6 Pierre Bourdieu, „The forms of capital“, bls. 47.
73