Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Síða 78
ELSA SIGRIÐUR JONSDOTTIR OG ANNA ÞORBJORGINGOLFSDOTTIR
þeim til góðs gengis í skóla, þrátt íjTÍr að fjölskyldurnar byggju við lítil
eíni.15 Carl Bankston ræðir síðar um að ef til vill sé þjóðemi sem félags-
auður tvíbent gæði, þar eð hin sterka samsömtm við víetnamskt þjóðerni
geti hindrað aðlögun að bandarísku samfélagi og valdið einangrun og
vanlíðan.16
Breski menntunarffæðingurinn Liz Brooker notar hugtakið táknrænt
auðmagn þegar hún fjallar um rannsókn sína á enskum skólabörnum úr
verkamannastétt og börnum af etnískum minnihlutahópi og telur að
menningarauður foreldranna sé ekki viðurkenndur í skólanum og komi
því bömunum ekki nægjanlega til góða. Félagsauður fjölskyldnanna í
rannsókninni var einnig misjafh og helgaðist það af þtti að foreldrarnir
höfðu misgóðan aðgang að skólanum, sem var áhrifamesta stofnunin í
daglegu lífi fólksins. Hugmyndir fjölskyldnanna um menntun og lærdóm
(sem gátu verið mjög virtar innan viðkomandi samfélags) samræmdust
oft ekki gildismati skólans og urðu því ekki til að stuðla að samskiptum
við starfsfólk hans.1,
Hér má nefha að börnum af erlendum uppruna hefur ekki gengið sem
skyldi í íslenskum skólum, fá börn fara í ffamhaldsskóla eftir skyldunám
og flest þeirra sem hefja þar nám hverfa þaðan án þess að Ijúka brottfar-
arprófi18 en rannsóknir vantar til þess að hægt sé að tilgreina ástæður
þess. Hugsanlega eru ástæðurnar þær að íslenskukunnátta nemenda af
erlendum uppruna dugar varla þegar námið þyngist, foreldrar hafa ekki
forsendur til að veita bömum sínum nauðsynlegan stuðning og skóla-
kerfið hefur ekki komið til móts við þarfir þessara barna.
Aðstæður njrra íbúa
í eftirfarandi umfjöllun um aðstæður þátttakenda í rannsókninni verður
smðst Hð greiningu Bourdieus, Colemans og Brookers á auði, efnahagsleg-
15 Min Zhou og Carl L. Bankston III, „Social capital and the adaptation of the second
generation: The case of Vietnamese youth in New Orleans“ The Intemational Mig-
ration Review 28 (1994), 4. hefti. [Sótt í ProQuest 12. 7. 2004].
16 Carl L. Bankston III, „Social capital, cultural values, immigration, and academic ac-
hievement: The host country context and contradictory consequences“ Sociolog)' of
Education 77 (2004), 2. hefti, bls. 178.
17 Liz Brooker, Staithigschool, bls. 162-163.
18 Elsa Sigríður Jónsdóttir, „Tvítyngd leikskólabönT Uppeldi og menntun 9 (2000), bls.
99.
76