Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 80
ELSA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR OG ANNA ÞORBJÖRGINGÓLFSDÓTTIR
aríu eða í París ... eða neins staðar. Maður þarf bara að kalla á
hjálp, bara sýna jákvæðni og sýna góða virðingu.
Flestir töluðu um að tilveran hefði byrjað að lagast efrir eitt ár, þá fóru
menn að venjast veðráttunni, kynnast fólki og lifhaðarháttum sem hér
tíðkast og maturinn bragðaðist betur.
Efnahagur landnema
Eins og íjallað hefur verið um er efnahagur (e. economic capital) einn af
þeim þáttum sem miklu ráða um tækifæri fólks til menntunar og áhrifa í
samfélaginu. Því verður farið nokkrum orðum um efhahagslega stöðu
landnemanna sem rannsóknin tekur til.
Fólkið í rannsókninni, sem flestallt á ung börn, hefur ekki úr miklu að
spila og þarf flest að spara hverja krónu ril að ná endum saman. Því hefur
reynst auðvelt að fá vinnu við láglaunastörf á hjúkrunarheimilum, \áð
ræstingar, í þvottahúsum og efnalaugum eða í verksmiðjum. Þetta er
erfið líkamleg vinna og fólkið býr við mikið vinnuálag, sem kemur oft
niður á samskiptum í fjölskyldunni. Þriggja bama móðir segir: „Við höf-
um alltaf frá því að við kynntumst unnið á sitt hvorri vakrinni, þegar ég
kem heim þá fer hann að vinna“. Jafhvel em dæmi um að annað hjón-
anna vinni á nóttunni og hitt á daginn. Lífið snýst um vinnu eins og
Jason segir þegar hann er að útskýra af hverju fjölskyldan fékk sér gervi-
hnattadisk:
Þetta er neftúlega ... stundum er náttúrulega, verður þetta
svona voða einmanalegt, sko ef maður er kannski í sumarffíi,
maður er ekkert að vinna eða eitthvað, þá leiðist manni út af
því að við emm búin að byggja líf okkar það mikið í vinnu ...
Innflytjendur á íslandi búa við þá sérstöðu miðað við innflytjendur í ná-
grannalöndunum að hér fær fólk ffekar vinnu. Vinnan er þó ekki alltaf í
samræmi við menntun og mörg dæmi em um vel menntað fólk sem ekki
hefur fengið störf við hæfi. Oft er því borið við að fólkið hafi ekki nósyi
góð tök á íslensku máli eða að menntun þeirra sé ekki viðurkennd á Is-
landi. Sumir viðmælenda vom errnþá háðir atvirmurekanda mn dvalar-
leyfi19 og gátu ekki fengið sér aukavinnu til að afla fjölskyldunm meiri
19 Samkvæmt 7. grein Iaga um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97/2002 fer atvinnurek-
andi með atvinriuleyfi viðkomandi útlendings.
78