Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 81
í NÝJU LANDI
tekna. Til þess þarf sérstakt leyfi sem er mikil íyrirhöfn að fá og tekur
langan tíma.
Viðmælendur okkar bjuggu oft við meiri þrengsli en gerist og gengur
hérlendis, voru margir saman í íbúð eða bjuggu jafnvel í bílskúr. Nokkr-
ir höfðu nýlega keypt íbúð og voru stoltir af heimilum sínum. Sumir
höfðu brugðið á það ráð að leigja út frá sér til að standa undir afborgun-
um og dæmi voru um að fjöiskyldur byggju aðeins í einu herbergi. Bíla-
eign meðal viðmælenda okkar var langt í ffá jafn algeng og meðal Islend-
inga almennt. Margir sendu peninga heim til gamla landsins til að
aðstoða við uppeldi og menntun yngri systkina eða til aldraðra foreldra
sem höfðu lítil efni. Sumir viðmælenda fundu sárt til þess að geta ekki
veitt bömum sínum sömu hluti og tækifæri og íslenskir foreldrar veita
sínum börnum. Dæmi vora um að foreldrar höfðu ekki ráð á að hafa
börnin í heilsdagsskóla og þurftu að taka þau með sér í vinnuna til þess
að brúa bilið þangað til skólinn hefst.
Ohætt er að segja að lífsbarátta viðmælenda okkar sé erfiðari en gengur
og gerist á Islandi, en fólkið er vinnufúst og tilbúið að leggja mikið á sig.
Menningarauður
Landnemamir í rannsókninni bjuggu að margvíslegum menningarauði.
Hér verður leitast við að gera menningarauði þeirra nokkur skil. Fyrst
verður gerð grein fyrir menntun þeirra, gildismati og væntingum, en síð-
ar í kaflanum verður rætt um heimamenningu þeirra, siði og venjur, trú-
arbrögð, viðhorf til móðurmáls og íslenskukunnáttu.
Menntun, gildismat og væntingar. Menntun þátttakenda er misjöfn.
Nokkrir hafa háskólapróf, aðrir höfðu byrjað í háskóla en ekki lokið prófi
og enn aðrir höfðu einungis gengið í grunnskóla. Rosa sagði okkur að
foreldrar hennar kynnu ekki að lesa og sjálf hafði hún stutta skólagöngu
að baki. Eins og áður kom fram hafa margir ekki fengið vinnu í samræmi
við menntun sína. Anna er viðskiptafræðingur og talar fimm tungumál,
en vinnur í eldhúsi á hjúkrunarheimili. Daniel er kennari ffá sínu heima-
landi og ljóðskáld en vinnur hér í verksmiðju. Margir viðmælenda okkar
töluðu um að þeir vildu mennta sig meira, til dæmis læra íslensku bemr,
læra á tölvu, taka bílpróf eða læra að verða kennari. Hins vegar er dýrt að
fara í skóla og sumir eru með ung börn. En fólkið átti ýmsa drauma og
Jelena sagði:
79