Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 82
ELSA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR OG ANNA ÞORBJÖRGINGÓLFSDÓTTIR
Ég er að hugsa um þegar ég verð svona fimmtíu, þegar bömin
mín ... þurfa ekki mömmu sína svona mikið, fer ég að læra,
beint í háskólann, fyrst læra íslensku fyrir útlendinga og svo ...
ég er með þriggja ára háskólanám í optic fræði og kvikmynda-
gerð, ég vildi ljúka því.
Og ung einstæð tveggja barna móðir sem berst í bökkum er staðráðin í
að verða hjartalæknir:
... if I study for one more year, I will get my bachelor of
science in biology because I’m planning on a study in medic-
ine. I want to be a cardiologist, seems a pretty big dream now
... so even it’s gonna take some years ... I’m gonna do it.20
Foreldrarnir í rannsókninni voru hreyknir af bömum sínum og vildu að
þau fengju sem besta menntun. Það gladdi foreldrana þegar bömin stóðu
sig vel í námi eða íþróttum. Margir tóku það fram að börnin ættu að fá
að ráða hvað þau lærðu og hvar þau byggju í framtíðinni. Flestir viðmæl-
enda em ánægðir með íslenska skóla og töluðu gjarnan um að skólarnir
í þeirra löndum væm of strangir. Fólkið er ánægt með frelsið og örygg-
ið sem börnin njóta á Islandi en talaði einnig um að íslenskir krakkar
væm uppivöðslusamir og ókurteisir. Anna er hrifin af því hve íslenskir
krakkar em sjálfstæðir og sjálfbjarga, en segir að í sumum tilvikum vanti
aðhald og leiðsögn:
... á Islandi er mjög gott þessar hugmyndir um að börnin geri
mikið sjálf ... Og það mjög gott, ... bara mikið af þessu ekki
gott ... Margar fjölskyldur á Islandi gleyma limits [að setja
börnum mörk].
Nokkrir töluðu um að þeir gætu vel hugsað sér að flytja heim aftur en
ábtu að betra væri fyrir börnin að alast upp hér og vildu þess vegna ekki
fara. Daniel segir að hér sé annað viðhorf til barna en í hans heimalandi:
... börnin em það besta í fjölskyldunni, þau em númer eitt hér
á íslandi, þau era virt... vilji þeirra, þarfir og tómstundir.
... ef ég læri í ár í viðbót fæ ég BS-gráðu í líffræði af því ég æda mér í læknisfræði-
nám. Eg vil verða hjartalæknir, hljómar dálítið stór draumur núna ... svo jafnvel þó
það taki einhver ár ... ég ætla að gera það.
8o