Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 83
INYJULANDI
Sumar konurnar írá Asíu töluðu um að hér væri hægt að snúa sér til
félagsþjónustu eða kirkju og fá hjálp sem væri ekki hægt í þeirra heima-
landi. Sérstaklega tala þær um að hér sé lífið betra fyrir einstæðar mæð-
ur. Tina kemur úr fastmótuðu stéttasamfélagi. Hún segir að á Islandi hafi
hún miklu fleiri tækifæri, hún geti í raun og veru gert hvað sem hún vilji.
Hún talar um að hún hafi lært að vera frjáls á Islandi, það sé það besta
við Island að fólkið sé opið og frjálst.
Menning, siðir og trúarbrögð. Viðmælendur eru stoltir af uppruna sínum
og menrúngu en stundum ekki sáttir við þá mynd sem fjölmiðlar draga
upp af ástandinu í heimalöndum þeirra. Rosa var miður sín vegna mynda
frá Afríku af sveltandi fólki og nöktum börnum, sem hún sagði að gæfi
mjög einhliða mynd af landinu hennar. Fólkið saknar margs að heiman
sem erfitt er að setja í orð eins og fram kom í máli Olgu í upphafi grein-
arinnar. Dagleg samskipti fólks, líf undir beru loftfi, gamla þorpið, veðr-
ið og gróðurinn, allt voru þetta atriði sem fólkið talaði um með söknuði.
Flestir halda í marga af siðum sínum en laga þá að einhverju leyti að
íslenskum aðstæðum. Sjaidnast er hægt að halda upp á hátíðir nákvæm-
lega eins og gert var í gamla landinu. Menning er hfandi fyrirbæri, siðir
og venjur breytast og þróast. En fólk vill gjarnan deila menningu sinni
með öðrum, svo sem að koma í leikskólann og segja frá menningu sinni,
elda mat eða kenna börnunum sitthvað sem er nýstárlegt fyrir þau. Irene
kom í leikskólarm og kenndi börnunum að mála skrautleg egg fyrir
páskana, en það er föst venja í hennar heimalandi. Slíkir atburðir voru
mjög ánægjulegir bæði fyrir börnin og starfsfólkið í leikskólanum og ekki
síður fyrir gestinn sem kom í heimsókn.
Viðmælendur okkar eru sumir í hjónabandi með íslenskum maka og
þar mætast tveir menningarheimar í dagsins önn. Okkur lék forvitni á því
að heyra hvernig fólk hagaði málum í slíkum tilvikum. Jason er ættaður
frá Asíu en Sigríður kona hans er frá litlu íslensku þorpi. Sigríður er ljós
yfirlitum en Jason er dökkur á brún og brá. Sigríður lýsir hér fyrstu
kynnum af tengdafjölskyldunni:
... ég kynntist mömmu hans og pabba eklu strax ... en svo fór-
um við þangað ... ég heyrði að það var verið að sýna indverska
mynd, rosa söngvamynd ... ég sest niður og það er bara eins og
það sé allt annað andrúmsloft, það var voða rólegt og þægilegt
... pabbi hans voða rólegur situr inni og mamma hans náttúru-
81