Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 84
ELSA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR OG ANNA ÞORBJÖRG INGÓLFSDÓTTIR
lega inní eldhúsi ... það er svona reykelsislykt og allt svona í
indverskum stíl ... þetta var bara nýr heimur.
Jason og Sigríður sögðu okkur að heimilishaldið væri að jöfhu íslenskt og
indverskt. Þau eru eiginlega með tvöfalt kerfi, elda stundum íslenskan og
stundum indverskan mat, láta bæði íslenskan prest skíra bömin og halda í
heiðri indverska skímarsiði. Sigríðnr segir að stmir þeirra verði alltaf hálf-
indverskir, því verði ekki breytt og hún lætur drengina stundum klæðast
indverskum fötum og þeir mega jöfnum höndnm fara í mosku og kirkju.
Þátttakendur í rannsókninni aðhyllast margs konar trúarbrögð, marg-
ir em kristnir, ýmist mótmælendur, kaþólskir eða tilheyra rétttrúnaðar-
kirkjunni. Nokkrir em búddistar, bahá’íar eða múshmar. Það er sameig-
inlegt þeim öllum að halda trúnni ekki mikið á lofd og misjafht hvort og
hvemig trúariðkun þeirra fer fram. Ef til vill finnst þeim erfitt að rækja
trúna í landi þar sem aðrir siðir og annað gildismat ríkir. Jason segir að
hann haldi því dálítdð fyrir sig hverju hann trúi. Hann segir: ,Jú, jú, ég
trúi sem múslimi, trúi okkar trú. Maður er ekki alveg búinn að gefast
upp“. Mamma hans (þau em tólf úr sömu fjölskyldu hér) er trúuð og
biðst fyrir á hverjum degi, segir Jason. Hann fastar ekki á ramadan af
heilsufarsástæðum. Mamma hans fastar einn og einn dag og hún fastar
og biður þegar mikið stendur tdl, til dæmis þegar tengdadóttir hennar var
að eignast bömin. En ramadan er samt tímabil sem Jason virðir, hann
drekkur ekki áfengi á föstunni þótt hann sé ekki bindindismaður.
Pam er búddatrúar og biðst fýrir á hverju kvöldi en hún iðkar ekki trú
sína með öðmm búddistum. Tveggja ára gamall sonur hennar er skírður
til lúterskrar trúar og Pam segir að hann geti valið seinna hvaða trú hann
aðhyllist. Efisabeth er kaþólsk og fer í kirkju á hverjum sunnudegi og það
skiptir hana miklu máli. Rosa er líka kaþólsk en treystir sér ekki til að
sækja kirkju vegna þess að litli drengurinn hennar er hávaðasamur og
ókyrr. Af þessum dæmum má sjá hvernig fólk reynir að halda trúarvenj-
ur í heiðri að svo miklu leyti sem því er unnt, en öllum viðmælendum var
sameiginlegt að þeir virðast ekki hafa áhyggjur af því að börn þeirra alist
upp í kristnu samfélagi, þótt þeirra trú sé önnur. Anna segir að þau haldi
ekki jól en samt láta þau drenginn sinn taka þátt í jólasiðum í leikskólan-
um og hann fær jólaföt og gjafir. Anna segir:
Við segjum ekki, krakkar, nei þetta er vont eða svoleiðis, láta þá
kynnast annarri trú og læra líka um krismi og íslam ... Seinna,
82