Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Síða 85
I NYfU LANDI
þá tala ég við hann og segi við erum bahá’íar og við höldum
ekki sjálf jól.
Móðurmál. Tungumál og menning eru nátengd og samofin og fólkið í
rarmsókninni vill halda í menningarauð sinn og tengsl við upprunaland-
ið með því að viðhalda móðurmáli sínu. Flestallir viðmælendur tala móð-
urmál sitt við börnin. Þeir vita að það er mikilvægt fyrir þau að ná góð-
um tökum á móðurmálinu, því að þekking á móðurmáli er grunnur að
námi í öðru máli.21 Það er ekki síður nauðsynlegt fyrir börn að kunna mál
foreldra sinna til að halda tengslum við ættingja og vini ffá upprunaland-
inu. I nokkrum tilviknm höfðu mæðurnar talað íslensku við börnin frá
fæðingu þrátt fyrir lélega kunnáttu. Stundum höfðu þær fengið ráðlegg-
ingar frá fólki sem vildi þeim vel og taldi að það væri börnunum fyrir
bestu að töluð væri við þau íslenska. Það er hætta á því að málþroski þess-
ara barna verði bágborinn og þau nái hvorugu málinu til hlítar. Um leið
missa þau af því að verða tvítyngd sem er ótvíræður kostur í fjölmenn-
ingarsamfélagi. Mörg börnin svara foreldrum sínum á íslensku eða
blanda málunum saman. Sumir fræðimenn segja að það sýni styrkleika að
blanda saman málum og það geti verið merki um að börnin kunni málin
vel.22 Oft er það þannig að barnið skilur móðurmábð, þótt það svari á ís-
lensku og komi ættingjar í heimsókn ffá heimalandinu er barnið fljótt að
ná því að tala. Anna sem á tveggja ára son sagði:
Já, ég ætla að halda áfram að tala við hann arabísku og kannski
stundum förum við um sumar til [...] ég veit ekki. Það er gott
að skilja bara. Eg veit hann verður ekki alveg talandi, en
kannski orð og orð á arabísku.
Nokkrir landnemanna lögðu sig fram um að börnin þeirra yrðu tvítyngd
21 Sbr. Jim Cummins, Negotiating identities: Education for empovierment in a diverse soc-
iety. Ontario: Califomia Association for Bilingual Education 1996 og Bima Am-
björnsdóttir, „Hver er tilgangur nýbúafræðslu?“ Ný menntamál, 16 (1998) 1. hefri,
bls. 12-17.
22 Þessu hélt Jakob Steensig t.d. fram í opinberum fyrirlestri um tvítyngi við Kennara-
háskóla Islands 10. nóvember 2004. Sjá einnig Adrian Blackledge, ,,‘We can’t tell
our stories in English’: Language, stories and culture in the primary school“ Teach-
ing bilingital children, ritstj. Adrian Blackledge, Stoke-on-Trent: Trentham Books
1994, bls. 58.
§3