Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 86
ELSA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR OG ANNA ÞORBJÖRGINGÓLFSDÓTTTR
og kenndu þeim að lesa og skrifa á móðurmálinu. Irene var stolt þegar
hún sagði frá níu ára syni sínum:
Jú, við tölum bara serbnesku heima og þegar Tomas kom tdl ís-
lands, hann byrja tala íslensku og hann talar alveg frábær,
hundrað prósent og serbnesku og íslensku Kka ... Og við hjálp-
um honum að skrifa, hann skrifar serbnesku og lesa og tala. Við
erum Hka heima með disk, sjónvarpsdisk ...
Það er mikil vinna að viðhalda móðurmáli barnanna og skapa þeim ríku-
legt málumhverfi. Bömin hafa ekki mikil tækifæri til að tala móðunnál-
ið nema innan fjölskyldunnar. Enga aðstoð er að fá í skólum barnanna,
því að þar tíðkast yfirleitt ekki móðurmálskennsla firir börn af erlendum
uppruna.
lslenskukunnátta. Öllum landnemunum kom saman um að íslenska væri
erfitt tungumál og þeim reyndist erfitt að skilja og gera sig skiljanleg í
fyrstu. Það gat tál dæmis verið erfitt að eiga samskipti tdð tengdaforeldr-
ana, ef þeir skildu ekki ensku en það leiddi stundum tdl þess að fólkdð
lærði fyrr íslensku. Þeir sem ekki kunnu ensku við komuna tdl landsins
voru enn verr settir og lentu frekar í erfiðleikum með samskdptd. Viðmæl-
endum okkar finnst sjálfsagt að læra íslensku og eru sammála um að ís-
lenskukunnátta sé lykill að betri stöðu í samfélaginu. Einnig vilja þeir ná
tökum á íslensku til að skilja bemr líf barna sinna. Það segir okkur hve
mikill hlutd af lífi innflytjendabarna fer fram í íslensku samhengi sem að
miklu leytd er lokað foreldrunum. Fram kom að fólk vildi yfirleitt að tal-
að væri við það á íslensku og það leiðrétt ef það talaði ekki rétt. Fáein
dæmi voru um að gert hefði verið grín að málinu sem fólk talaði og það
særði fólk.
Fyrstu íslenskunámskeiðin sem fólk fór á voru erfið og margir gáfust
upp þegar reyna tók á málfræðina. Sérstaklega var málfræðin erfið fólki
sem talaði tónamál, svo sem tælensku eða víetnömsku. Seinni námskeið
gengu betur, hvort sem það var vegna þess að námskeiðin höfðu batnað
eða að fólkið var betur undirbúið og farið að átta sig á íslensku máli.
Mikil ánægja var með námskeið þar sem ekki var einungis verið að kenna
tungumálið, heldur var einnig fræðsla um íslenskt samfélag og réttindi
og skyldur íbúanna. En flest námskeiðin eru dýr fyrir láglaunafólk sem
oft á illa heimangengt frá ungum börnum. Það er því ekki að undra að
84