Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 87
INYJU LANDI
íslenskukunnátta þátttakenda sé misjöfh. Sumir gátu lítið talað eftir
margra ára dvöl í landinu, en aðrir voru vel mæltir á íslensku efdr að hafa
verið hér í tiltölulega stuttan tíma.
Félagsauður
Félagsauður býr í samskiptum fólks. Félagsauður gerir einstaklingum
fært að ná markmiðum með því að nýta sér sambönd og tengsl við ann-
að fólk.23 Hér að framan hefur nokkuð verið fjallað um menningarauð
þölskyldnanna í rannsókninni en eins og Coleman heldur ffam nýtist
menningarauður illa þegar félagsauður er af skomum skammti.24
Þegar fjölskylda eða einstaklingur flyst til annars lands og yfirgefur
ættingja og vini sundrast félagsauðurinn sem viðkomandi átti þar. Eitt af
verkefhum landnema er því að mynda tengsl á nýjan leik og treysta fjöl-
skyldubönd við nýjar og oft gjörólíkar aðstæður. Hér verður sagt frá því
hvernig viðmælendum gekk að kynnast fólki hér og mynda tengsl. Síðan
verður fjallað um fjölskyldubönd og tengsl við vini og félaga úr sama
þjóðernishópi og síðast um félagslega stöðu viðmælenda í hinu stærra
samfélagi á Islandi.
Móttökur ogfyrstu kynni. Yfirleitt var fólkið sammála um að vel hefði ver-
ið tekið á mótd því, bæði við komuna til landsins og síðar á vinnustað.
Margir nefna einhverja íslenska bjargvætti sem hjálpaði þeim og studdi
og reyndist þeim sérstaklega vel. Stundum var þessi bjargvættur á vinnu-
staðnum eins og í tilviki Andreu sem hér lýsir yfirmarmi- sínum:
Hún hefur hjálpað mér rosalega mikið, hún var alltaf að koma
til mín og klappa mér á bakið og segja: „Þú ert rosalega dugleg
Andrea, þú talar fína íslensku, en ef einhver Islendingur koma
og skamma þig, þá þú skamma til baka, ekkert vera hrædd við
þau.“ Ég bara: ,Já einmitt.“ Hún kennir mér að vera svo sterk.
En í sumum tilvikum var reynsla landnemanna erfið. Vegna þekkingar-
leysis eða klaufaskapar var Jason, sem var fjórtán ára þegar hann flutti til
íslands, settur í bekk með krökkum sem voru tveimur árum yngri en
23 Sbr. Angela Vafenzuela, „„Checkin’ up on my guy“: Chicanas, social capital and the
culture of romance“, Frontiers 20 (1999) 1. hefti, bls. 60-61.
24 James S. Coleman, „Social capital in the creation of human capital", bls. 89.
§5