Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 88
ELSA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR OG ANNA ÞORBJÖRGINGÓLFSDÓTTIR
hann. Honum leið ekki vel, en þá kom til skjalanna \anur afa hans og
hlutaðist til um að hann skipti um skóla og kæmist í bekk með jafhöldr-
um sínum. Fyrir það er hann enn þakklátur. Alex kom hingað líka fjórt-
án ára ásamt yngri bróður sínum og viðurkenndi með semingi að þeim
bræðrum hefði verið strítt í skólanum. Islensk kona sem aðstoðaði hann
skildi hann ekki og skólagangan var erfið fyrsta árið.
Vmnuféiögum er yfirleitt vel borin sagan og viðmælendur segjast ekk
hafa orðið fyrir ókurteisi, en hins vegar sé fólkið á Hnnustaðnum frekar
afskiptalaust og sumum finnst erfitt að kynnast Islendingum. Það er mik-
ið álag að hlusta allan daginn á ókunnugt tungumál. Olga lýsti fyrsta
vinnustaðnum á þessa leið:
Fyrst var ég bara eini útlendingurinn og strákurinn mhm sem
var hinum megin í prentsmiðjunni. Það var gott fólk og vildi
tala við mig en ég talaði minna en núna og ég þreyttist oft rnjög
fljótt ef ég gat ekki talað ... eða svarað að fullu sem ég hugsa,
það var mjög erfitt fyrir mig ... mjög þreytandi fyrir mig.
Það er misjafnt hversu mikið viðmælendur okkar hafa kynnst íslending-
um. Oft eru þau kynni mest á vinnustað. En skiljanlega standa innflytj-
endur höllum fæti og eru utangátta í orðræðu vinnustaðarins. Tungumál-
ið er valdatæki sem ræður því hvað fólk skynjar, hvað þykir mikilvægt,
hvers má spyrja og jafhvel hvaða hugsanir má hugsa.2' Þeir sem tala ís-
lensku hafa því töglin og hagldirnar í orðræðunni, hinir sem ekki hafa
tök á þessu valdatæki, íslensku máli, verða áhorfendur en ekki þátttak-
endur. Hætt er við að kynni verði yfirborðskennd eins og í tilviki Önnu
sem segist hafa eignast hér kunningja en ekki vini. Oft eru konurnar illa
settar félagslega fyrst eftir komuna til landsins, eiginmennirnir komnir í
vinnu, en þær bundnar heima yfir börnum. Irene sem var heima með litla
drenginn sinn sagði:
Ég vildi bara fara strax heim aftur. Og maðurinn minn var líka
svo upptekinn í vinnunni ... hann spilaði fótbolta og alltaf
æfing og alltaf leikur ...
Irene var einmana, skildi ekkert og þekkti engan. En síðar eignaðist hún
25 Sbr. Jen Webb, Tony Schirato og Geoff Danaher, Understanding Bourdieu. London:
Sage Publications 2004, bls. 13.
86