Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 91
INYTU LANDI
og friðarsamtök. Eitt af markmiðum félagsins er, að sögn Mariu, að kon-
ur af erlendum upprtma á Islandi fái að nota menntun sína. Til þess þurfa
þær að hennar mati að læra íslensku og umgangast íslendinga, þær megi
ekki hópa sig saman, því það hindri kynni og torveldi þátttöku í samfé-
laginu. Htxn segir þó að þetta sé umdeilt atriði meðal innflytjenda.
Mariu frnnst mikilvægt að ekki fari hér eins og á hinum Norðurlönd-
unum þar sem konur líti enn á sig sem útlendinga eftir tuttugu ára dvöl
í landinu og skilji ekki málið. Hún segir: „Heyrðu, þetta má ekki gerast
á íslandi. Eg meina, við erum ennþá ung land með útlendingum og við
getum lagað allt frá byrjun“. Maria telur að talsvert sé um að erlendar
konur á íslandi séu einangraðar á heimilum sínum, þær umgangist aðeins
vinkonur frá sama landi og séu feimnar við að fara út af heimilinu.
Þaxrnig virðist málum vera háttað með Jemmu konu Alex. Hún kom til
landsins fyrir átta árum en skilur mjög lítið í íslensku. Hún skilur illa
starfsfólkið í leikskólanum þar sem sonur hennar er og hún fer lítið út á
meðal fólks. Alex segir að hún eigi ekki vinkonur:
Hún er voða lítið í því sko. Hún er bara að vixrna og fara heim
og hugsa um bömin og stundum ég biðja hana fara út og hún
nenna ekki, vill ekki svona.
Maria kveður fastar að orði og segir að konurnar fari ekki út vegna þess
að þær mæti fordómum. Hún segir:
Hún er feimin því einhver er að segja [við] hana „helvítás út-
lendingur“ ... ég meina það er svona. Ut um allt stundum. Og
ef hún er ekki nógu sterk sko þá hún einangra sig.
Annars vilja þátttakendur lítið ræða um kynþáttafordóma, kváðust ekki
sjálfir hafa orðið fyrir þeim, en þekktu í sumum tilvikum til annarra sem
höfðu orðið fyrir aðkasti. Einn þátttakandinn sagði þó, að vegna þess að
hann sé múslimi og með dökkan hörundslit eigi íslenskur mágur hans
erfitt með að sætta sig við hann. íslensk móðir barna, sem eru dökk á
hörund, segist vera á stöðugu varðbergi, hún óttast kynþáttafordóma í
garð bama sinna og henni finnst meira um átök og læti hér en var fyrir
nokkmm árum.
89