Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 92
ELSA SIGRIÐUR JONSDOTTIR OG ANNA ÞORBJORGINGOLFSDOTTIR
Umræða
Hér að framan hefnr verið gerð grein fyrir aðstæðum nokkurra foreldra
af erlendum uppruna sem eiga böm í leikskóla í Reykjavík. Þessar fjöl-
skyldur búa yfir ýmiss konar menningarauði og styrk sem þó hefur tæp-
ast nýst þeim tdl virðingar eða áhrifa í samfélaginu.
Margir þátttakendur í rannsókniimi em ffá Asíu eða Austur-Evrópu
og tala tungumál sem ekki era jafn hátt skrifuð í tungumálasamfélaginu
og gömlu Evrópumálin eins og enska eða franska. Því líta fáir Islending-
ar á það sem eftirsóknarverðan kost að tala „skrítin“ mál frá framandi
menningarsvæðum t.d. tælensku eða víetnömsku. A sviði tungumálsins
hafa landnemarnir því núnni völd en innfæddir Islendingar, bæði vegna
takmarkaðrar íslenskukunnáttu og hins litla álits sem þeirra eigin tmigu-
mál njóta. Valdaleysi innflytjendanna á þessu sviði speglast í færri at-
vinnutækifærum og erfiðum láglaunastörfum. Félagsauður býr í sam-
skiptum manna og það gefur auga leið að séu tjáskipti erfið við
Islendinga takmarkar það félagsauð landnemanna við fjölskyldu og em-
ískt samfélag. Fengi fólkið störf í samræmi við áhuga sinn og menntun
eða ætti betri möguleika á að mennta sig frekar opnaði það leiðir fyrir
samskipti víðar í samfélaginu og efldi félagsauð þess.
Með komu landnemanna hefur á fáurn áratugum safnast hingað mik-
ill auður, sem fólginn er í fjölbrej’ttum siðum, venjum, reynslu, trúar-
brögðum, skoðunum, tónlist, matargerð, sögum, ljóðum og mörgu öðm
fyrir utan hin fjölmörgu tungumál sem hér eru töluð. Þessi menningar-
auður liggur mestallur ónotaður og eflir hvorki landnemana sjálfa né
börn þeirra í íslensku samfélagi. Víða í skólum landsins er ennþá litið svo
á að börn með annan menningararf en íslenskan séu vandamál sem erfitt
sé að fást við og íþyngi skólastarfinu, en auðgi það ekki. Gerð er krafa urn
að barnið skilji móðurmál sitt og menningu efrir við skóladyrnar og
gangi inn í alíslenska menningu skólans. Vegna þessarar afstöðu fara fjöl-
mörg tækifæri til mennta forgörðum. Hér er ekki síður átt við að íslensk
börn missi af tældfæmm til að kynnast fjölbreyttri menningu, sem kem-
ur með börnum af erlendum uppmna.
Kynni fólks af trú og menningu nýrra íbúa em að mestu bundin við
þjóðahátíðir eða kynningar af sérstöku tilefni. Þótt þessar hátíðir séu
ánægjulegar og góðra gjalda verðar helgast þær mestmegnis af yfirborðs-
legum og tímabundnum samskiptum, svo sem að smakka framandi mat
90