Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 97
STRENGURINN Á MILLI SANNLEKA OG LYGI
uppruni hans væri ekki sá sem hann sagði hann vera. Samúð Ingu Dóru
hggur alfarið með Olöfu og hún skýrir leik hennar með ýmsu móti:
Líkami Ólafar var hennar böl, en með hjálp lyginnar tókst
henni að yfirvinna þau höft og fjötra sem voru samfara því að
vera dvergur. Hinn smái og vanskapaði Kkami hennar varð lyk-
illinn að frama hennar og velgengni í Bandaríkjunum. Eins og
áður var rakið var kveikjan að eskimóaferli Ólafar líklegast sú
að fólk hélt að sem Islendingur væri hún eskimói. Hún var ekki
eini Islendingurinn sem lenti í þessu. Margir Bandaríkjamenn
héldu að allir Islendingar væru eskimóar og margir eðlilega
vaxnir Islendingar voru spurðir hvort þeir væru eskimóar og,
eins og Ólöfu, leiddist þeim spumingin ákaflega (bls. 109).
Þetta er ágæt hugsun: Að fylla upp í falskar væntingar. Mikill áhugi var á
könnun Norðurpólsins á þessum tíma og hann kynti undir áhugann á
Ólöfu. Óríentalismi í margskonar myndum var einnig mjög í tísku, eft-
irsókn eftir því sem er í senn framandlegt og upprunalegt. Að baki þess-
um áhuga býr rómantísk og bemsk hugmynd en þó má segja henni til
varnar að í það minnsta hafði fólk áhuga á því sem var því sjálfu ffam-
andi. Það var landkönnuðurinn Vilhjálmur Stefánsson sem fletti ofan af
Ólöfu með grein ári eftir andlát hennar. Það merkilega var að afhjúpun-
in vaktd mjög lida athygli og enginn virtist hafa bmgðist ókvæða við yfir
því að hafa verið plataður. A þessu gefur Inga Dóra margskonar skýring-
ar sem ekki verða raktar hér.
/ /
Olöf spilaði fullkomlega með tíðarandann. Arið 1887 kom út skálduð
sjálfsævisaga Ólafar skráð af Albert S. Post, Olof Krare?: The Esquimaux
Lady? Kafli úr þeirri bók var síðan endurprentaður í bókinni Eskimo
Stories sem kom út 1902 og var notaður í skólum sem heimild um líf in-
úíta. Ur þeirri bók birtir Inga Dóra kafla sem em hinir fróðlegustu. Að
einhverju leyti er bók Ingu Dóra vafalaust skrifuð fyrir lesendahóp sem
stendur áheyrendahóp Ólafar sjálfrar næst, það er, bandarískan almenn-
ing, því bókin verður þýdd og gefin út þar ytra. Þá stendur til að gera
kvikmynd eftir bókinni, en Baltasar Kormákur hefar að sögn DV átt
samningaviðræður við Ingu Dóm um kvikmyndaréttinn og þeirri hug-
3 Þessa bók má finna í heild sinni á vefnum www.canadiana.org, nánar tdltekið á slóð-
inni http://www.canadiana.org/ECO/ItemRecord/37119?id=4d8c613ca3fdl4a5.
Skoðað 30. desember 2004.
95